Vikan framundan
- Í dag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í júní og Lánamál ríkisins birta markaðsupplýsingar.
- Á þriðjudag lýkur verðmælingum vegna mælingar vísitölu neysluverðs í júlí, en Hagstofan birtir hana föstudaginn 22. júlí.
- Á fimmtudag gefur Seðlabankinn út nýjustu tölur um greiðslumiðlun og Sjóvá birtir ársfjórðungsuppgjör fyrir annan ársfjórðung.
Mynd vikunnar
Að undanförnu virðist verð á íslenskum hlutabréfamarkaði í auknum mæli lækka í takt við lækkanir á erlendum hlutabréfamörkuðum, þrátt fyrir væntingar um ágætan hagvöxt hér á landi næstu ár og fréttir af góðri afkomu fyrirtækja. Fylgnin flökti nokkuð á árunum 2017-2020 en jókst hratt þegar faraldurinn brast á, þar sem svipaðra áhrifa gætti milli landa. Í byrjun árs 2021 fór fylgnin lækkandi, rauk aftur upp með innrás Rússa í Úkraínu en virðist nú vera á niðurleið.
Efnahagsmál
- Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar. Nefndinn ræddi hækkun á bilinu 0,75-1 prósentustig. Allir nefndarmenn greiddu atkvæði með tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti bankans um 1 prósentustig, en einn hefði kosið 1,25 prósentustiga hækkun.
- Seðlabankinn birti raungengi íslensku krónunnar fyrir júní. Raungengið hækkaði um 3,3% miðað við sama mánuð árið á undan. Auk vísitölu raungengis birti Seðlabankinn talnaefni um gjaldeyrismarkað, efnahag Seðlabankans og krónumarkað.
- Skráð atvinnuleysi var 3,3% í júní og minnkaði úr 3,9% í maí, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.
Fjármálamarkaðir
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.
- Icelandair og PLAY birtu flutningstölur fyrir júní.
- Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn luku útboði sértryggðra skuldabréfa.