Vikubyrjun 10. desember

Vikan framundan
- Eftir lokun markaða í dag birta Lánamál ríkisins mánaðarlegt rit sitt, Markaðsupplýsingar.
- Á miðvikudag er stýrivaxtaákvörðun, við gerum ráð fyrir óbreyttum vöxtum.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslukortaveltu í nóvember.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi.
Mynd vikunnar
Fyrstu níu mánuði ársins jókst landsframleiðslan (hagvöxtur) um 5,0% að raungildi milli ára. Þetta er nokkuð meira en flestar spár, þar á meðal okkar spá frá októberlokum, gera ráð fyrir yfir árið í heild. Þetta skýrist af því að verulega hægir á hagvaxtartaktinum eftir því sem líður á árið. Á fyrsta ársfjórðungi nam hagvöxtur 5,9%, á öðrum fjórðungi 6,9% og svo snögghægir á vextinum á þriðja fjórðungi niður í 2,6%. Tölur Hagstofunnar eru því í grófum dráttum í takt við spá Hagfræðideildar.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Það mældist 76,5 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd á 3. ársfjórðungi.
- Hagvöxtur mældist 5,0% á fyrstu níu mánuðum ársins.
- Við spáum að verðbólga fari í 3,6% í desember.
- Ríkisstjórnin samþykkti að leggja fyrir Alþingi frumvarp um losun fjármagnshafta á aflandskrónueigendur og breytingu bindingarskyldu á fjármagnsinnstreymi.
- Erlendum farþegum um Leifsstöð fjölgaði um 3,7% milli ára í nóvember.
- Leiguverð íbúðarhúsnæðis hækkar meira en kaupverð.
- Raungengi íslensku krónunnar er um 12% lægra í nóvember en á sama tímabili 2017.
- Seðlabankinn birti tölur um veltu á krónumarkaði og gjaldeyrismarkaði.
- Hagstofan birti bráðabirgðatölur um vöruviðskipti við útlönd í nóvember.
- Hagstofan birti líka skammtímavísa í ferðaþjónustu.
- Icelandair birti flutningstölur.
- Tilkynnt var um tvær hópuppsagnir í nóvember.
- Landsbankinn lauk víxlaútboði, Íslandsbanki lauk víxlaútboði, Arion banki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Reykjavíkurborg gaf út grænan, verðtryggðan skuldabréfaflokk og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 10. desember 2018 (PDF)









