10. maí 2021 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Í dag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi, Ferðamálastofa tölur um fjölda erlendra ferðamanna um Leifsstöð og Hagar uppgjör.
- Á þriðjudag birtir Eimskip uppgjör.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn niðurstöður úr síðustu væntingakönnun markaðsaðila. Sjóvá og Sýn birta uppgjör.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn gögn um greiðslumiðlun.
Mynd vikunnar
Seðlabanki Íslands hefur aðallega verið á söluhliðinni á millibankamarkaði með gjaldeyri frá því heimsfaraldurinn skall á fyrir rúmlega ári síðan, enda minnkaði innflæði gjaldeyris mikið við hrun í komum erlendra ferðamanna. Hrein sala SÍ á gjaldeyri allt síðasta ár og það sem af er ári nemur um 170 mö. kr. króna. Til samanburðar þá keypti SÍ gjaldeyri fyrir 840 ma. kr. á árunum 2014-2017 þegar uppgangur ferðaþjónustunnar var sem mestur.
Það helsta frá síðustu viku
- Að okkar mati er botninum líklega náð á vinnumarkaði.
- Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn og Reginn birtu uppgjör.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir apríl.
- Seðlabankinn birti sérrit um greiðslujöfnuð, ytri stöðu og áhættuþætti.
- ÍL-sjóður birti stofnársreikning ÍL-sjóðs og lokaársreikning Íbúðalánasjóðs.
- Fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram frumvarp um framlengingu heimildar til að greiða séreign inn á íbúðalán.
- Hagstofan birti tölur um mannfjölda í lok 1F, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni fyrir 1F, bráðabirgðatölur um vöruviðskipti í apríl og talnaefni um fiskeldi 2019-2020.
- Reykjavíkurborg lauk skuldabréfaútboði, Lánamál ríkisins héldu útboð á nýjum flokki ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.

27. júní 2025
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.

27. júní 2025
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.

25. júní 2025
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

23. júní 2025
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.

23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.

19. júní 2025
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.

16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

12. júní 2025
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.