Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Verð­bólga tölu­vert minni hér á landi en í Evr­ópu

Síðustu áratugi hefur verðbólga hér á landi jafnan verið hærri og stundum mun hærri en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Í dag er þessu öfugt farið og er verðbólga hér á landi nú minni en í langflestum samanburðarlöndum.
25. október 2022

Verðhækkanir á mat og drykk hafa verið mun minni hér á landi en víðast hvar annars staðar og orkukostnaður hefur hækkað margfalt minna. Þessu til viðbótar er verðbólga hér á landi byrjuð að hjaðna, öfugt við flest önnur lönd Evrópu, þar sem enn sjást engin merki hjöðnunar.

Einungis eitt land í Evrópu með minni verðbólgu en við

Verðbólga hér á landi mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs (SVN) í Evrópu var 6% í september en verðbólga á mælikvarða neysluverðsvísitölunnar (VNV), sem er sú verðbólga sem við tölum jafnan um hér á landi, var á sama tíma 9,3%. Munurinn á þessum tveimur verðbólgutölum liggur fyrst og fremst í því að SVN undanskilur fasteignaverðsþróun í hverju landi í verðmælingunni en fasteignaverðsþróun hefur verið megindrifkraftur verðbólgu hér á landi. SVN er mæld og reiknuð í 36 löndum í Evrópu og sé litið til septembermánaðar var einungis eitt land með minni verðbólgu en við. Þetta var Sviss en þar var verðbólga 3,2% á mælikvarða SVN. Það land sem kom næst á eftir okkur var Frakkland með 6,2% verðbólgu og því næst Malta með 7,4%. Á Norðurlöndunum lá verðbólgan á bilinu 7,7% (Noregur) til 11,2% (Danmörk). Sé horft til Vestur-Evrópulanda var verðbólgan mest í Hollandi, eða 17,1%, en þar á eftir kom Grikkland með 12,1% verðbólgu, sömuleiðis mæld með SVN. Af þessum 36 löndum er verðbólga langmest í Tyrklandi en þar er hún 83%. Verðbólga á evrusvæðinu var 9,9% í september og 10,9% í löndum Evrópusambandsins.

Verðbólga hér á landi byrjuð að hjaðna, ólíkt flestum öðrum löndum

Ekki nóg með að verðbólga sé lægri hér á landi heldur er hún einnig byrjuð að hjaðna. Það að verðbólgan sé byrjuð að hjaðna heyrir til undantekninga sé horft til ofangreindra landa en í flestum þessara landa var verðbólga að ná nýju hámarki nú í september. Það að verðbólga sé byrjuð að hjaðna er skýr vísbending þess að hámarki hafi verið náð og ólíklegt að verðbólga nái nýju hámarki á næstunni. Staðan kann enn að versna í Evrópu áður en hún batnar, þar sem nýjustu gögn sýna að verðbólga færist enn í aukana. Þetta á við um öll Norðurlöndin, evrusvæðið og lönd Evrópusambandsins. Ísland er þó ekki eina landið þar sem verðbólga hafði þegar náð hámarki fyrir september heldur á það einnig við um Kýpur, Frakkland, Írland, Lúxemborg og Spán.

Matvælaverð hefur hækkað mun minna hér á landi en í Evrópu

Verðbólga er mæld á grundvelli ákveðinnar neyslukörfu sem endurspeglar neyslukörfu meðalheimilis. Það er ánægjulegt að geta bent á að hér á landi hefur matvælaverð á grundvelli SVN hækkað minna á síðustu 12 mánuðum en í flestum, ef ekki öllum, löndum Evrópu. Í september hafði verð á mat og drykk hækkað um 8,6% hér á landi. Í samanburðinum sem gögnin ná yfir var ekkert land með lægri verðbólgu í matvöru. Það land sem kom næst á eftir okkur var Lúxemborg með 8,8% en þar á eftir kom Kýpur með 9,1%. Verðhækkun á matvöru á evrusvæðinu var 13,8% og 15,5% í löndum Evrópusambandsins. Á Norðurlöndunum var hækkun að meðaltali 14,6% en hún var lægst 12% í Noregi og hæst í Svíþjóð 16,4%. Það ber að hafa í huga að samsetning neyslukörfunnar er töluvert breytileg eftir tekjum heimila og sömuleiðis hlutfall þess í útgjöldum heimilisins alls. Þannig vega matarinnkaup t.d. mun þyngra hjá heimilum með lægri tekjur en heimilum með hærri tekjur.

Orkuverð hefur hækkað margfalt meira í Evrópu en hér á landi

Það sem er og mun sennilega halda áfram að valda evrópskum heimilum hvað mestum búsifjum í vetur eru gríðarlega miklar hækkanir á orkuverði, bæði raforkuverði og húshitunarkostnaði. Ísland er í algjörum sérflokki hvað þetta varðar en 12 mánaða verðhækkun á orkukostnaði hér á landi í september nam einungis 7% á mælikvarða SVN. Vegna náttúrulegra aðstæðna búum við Íslendingar afskaplega vel hvað varðar framboð á ódýrri raforku og heitu vatni og erum sjálfum okkur nóg í þeim efnum. Sé horft til áðurnefndra samanburðarlanda var næst minnsta verðbólgan í orku í september í Slóvakíu, 17,5%, en þar á eftir kom Serbía með 18,5%. Mesta hækkunin var í Hollandi en þar hefur orkuverð hvorki meira né minna en þrefaldast á síðustu 12 mánuðum og liggur þar skýringin á því af hverju verðbólga í Vestur-Evrópu er hæst í Hollandi. Hækkunin á evrusvæðinu nemur 55,5% og er hækkunin svipuð í löndum Evrópusambandsins. Hækkunin á Norðurlöndum liggur á bilinu 20% (Noregur) og upp í 73% (Danmörk) en meðaltalið hjá Norðurlöndunum er 44%. Í þessu sambandi má einnig benda á að líklegt kann að verða að orkuverð muni halda áfram að hækka á næstunni í Evrópu eftir því sem veðurfar fer kólnandi og eftirspurn eftir orku eykst. Á móti kemur að stjórnvöld ýmissa ríkja hafa rætt það að setja þak á orkukostnað heimila sem gæti unnið á móti kostnaðarauka heimilanna.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
7. maí 2025
Stór hluti íslensks vöruútflutnings til Bandaríkjanna undanþeginn tollum
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.
Dollarar og Evrur
5. maí 2025
Vikubyrjun 5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.
2. maí 2025
Mánaðamót 2. maí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fasteignir
2. maí 2025
Leiguverð á hraðari uppleið en kaupverð undanfarið
Ör fólksfjölgun og hækkun húsnæðisverðs hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stærstur hluti Airbnb-íbúða er nú leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Frumvarp um hert skilyrði um skammtímaleigu hefur verið sett í samráðsgátt. Hömlur á skammtímaleigu gætu aukið framboð leiguíbúða og jafnvel söluframboð. 
29. apríl 2025
Verðbólga yfir væntingum og mælist 4,2%
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.