Tekjur í Airbnb í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur lægri en af langtímaleigu
Þjóðskrá heldur utan um verðþróun í langtímaleigu eins og hún mælist í þinglýstum leigusamningum. Þar má m.a. sjá leiguverð 2ja og 3ja herbergja íbúða á ýmsum svæðum á landinu. Mest af gögnunum einskorðast þó við Reykjavík og nágrannasveitarfélög annars vegar og Akureyri hins vegar. Sé litið til 3ja herbergja íbúða í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðabæ annars vegar og Kópavogi, Reykjavík og Akureyri hins vegar var leiguverðið hæst í Kópavogi eða um 214 þúsund að meðaltali á mánuði núna á þriðja ársfjórðungi. Það var næsthæst í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðabæ (HÁG), 214 þúsund en síðan kom Reykjavík með 208 þúsund. Akureyri stendur þessum svæðum nokkuð að baki hvað leiguverðið varðar enda húsnæðisverð nokkuð lægra en á þessum svæðum og endurspeglast leiguverðið í því. Meðalleiguverðið á Akureyri var 160 þúsund.