Spá­um óbreytt­um stýri­vöxt­um í ág­úst

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 1,0% við næstu vaxtaákvörðun þann 25. ágúst.
Seðlabanki Íslands
18. ágúst 2021 - Hagfræðideild

Í maí ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að taka fyrsta skrefið í hækkun stýrivaxta með hækkun um 0,25 prósentustig en stýrivextir höfðu verið óbreyttir í 0,75% frá því í nóvember á síðasta ári. Í fundargerð kom fram að allir nefndarmenn voru þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að hækka vexti bankans til þess að viðhalda kjölfestu verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiðinu. Rætt var um hvort hækka ætti þá um 0,25 eða 0,5 prósentustig. Helstu rökin fyrir því að hækka vexti um 0,25 prósentustig voru þau að þótt innlend eftirspurn væri kröftugri en búist hefði verið við og efnahagshorfur hefðu batnað væri samt sem áður mikið atvinnuleysi og batinn brothættur. Því væri mikilvægt að taka varfærin skref.

Við teljum að vegna óvissu um efnahagsleg áhrif áframhaldandi sóttvarnaraðgerða vegna faraldursins, m.a. á ferðaþjónustugeirann, velji nefndin að halda stýrivöxtum óbreyttum a.m.k. fram í október.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum í ágúst

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
27. júní 2022

Vikubyrjun 27. júní 2022

Hrein ný íbúðalán innlánastofnana til heimila námu alls 17 mö. kr. í maímánuði. Mest var um að tekin væru óverðtryggð lán á föstum vöxtum en hreyfing yfir í slík lán hefur aukist. Í byrjun árs 2018 voru um 26% íbúðalána innlánastofnana óverðtryggð en þau eru nú 67%.
Byggingakrani og fjölbýlishús
23. júní 2022

Skráð atvinnuleysi mælist 3,9%

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í maí 3,9% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 4,5% frá því í apríl. Alls voru 7.717 á atvinnuleysisskrá í lok maí, 4.233 karlar og 3.484 konur.
Evrópsk verslunargata
21. júní 2022

Íslendingar aldrei eytt meiru erlendis

Kortavelta innlendra greiðslukorta jókst alls um 16,5% á milli ára í maí, að raunvirði. Kortavelta Íslendinga erlendis jókst um 120% milli ára miðað við fast gengi. Þetta sýnir okkur að eftirspurn er mikil í hagkerfinu og það sér í lagi eftir ferðalögum. Vöxtur einkaneyslu mun að öllum líkindum vera innfluttur í formi aukinna ferðalaga næstu misserin.
Símagreiðsla
20. júní 2022

Vikubyrjun 20. júní 2022

Velta innlendra greiðslukorta jókst alls um 16,5% að raunvirði milli ára í maí.
Epli
16. júní 2022

Verðlag hefur hækkað um tæp 15% frá því fyrir faraldur

Frá janúar 2020, þ.e. rétt áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14,8%. Stakir undirliðir vísitölunnar hafa hækkað ýmist meira eða minna en vísitalan í heild. Samsetning útgjalda er eðli málsins samkvæmt misjöfn eftir heimilum og hefur sú verðbólga sem heimilin hafa upplifað því einnig verið misjöfn eftir aðstæðum.
Seðlabanki
16. júní 2022

Spáum 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í júní

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spá okkar eftir fara meginvextir bankans, sjö daga bundin innlán, úr 3,75% upp í 4,5% og verða jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd hóf að lækka vexti 2019.
Matvöruverslun
15. júní 2022

Spáum 8,7% verðbólgu í júní

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 1,3% milli maí og júní. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga upp í 8,7%, en hún mældist 7,6% í maí. Þetta er talsvert meiri hækkun en við spáðum síðast og skýrist fyrst og fremst af því að dæluverð á bensíni og díselolíu hefur hækkað mun meira en við áttum von á. Hagstofan birtir vísitöluna miðvikudaginn 29. júní.
Flugvél
13. júní 2022

Vikubyrjun 13. júní 2022

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 112 þúsund í nýliðnum maímánuði og tæplega fjórðungur þessara ferðamanna voru Bandaríkjamenn.
Fimmþúsundkrónu seðlar
9. júní 2022

Krónan styrkist og er komin á sama stað og fyrir faraldur

Íslenska krónan hefur styrkst verulega síðan hún var hvað veikust undir lok árs 2020 og kostar evran núna það sama og fyrir faraldurinn. Við eigum von á hægfara styrkingu næstu misseri og að verð á evru endi í 132 krónum í lok árs.
9. júní 2022

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði verulega í maí

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 9,9% í maí og var það töluvert meiri lækkun en á hlutabréfamörkuðum í helstu viðskiptalöndunum. Öll félögin á aðallista íslensku Kauphallarinnar lækkuðu í verði. Eftir að hafa náð ákveðnu lágmarki í kringum stýrivaxtahækkun í Bandaríkjunum í byrjun maí hækkuðu allir hlutabréfamarkaðir helstu viðskiptalanda fram að maílokum. Íslenski markaðurinn hélt hins vegar áfram að lækka til loka mánaðarins.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur