Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Spá­um 5% verð­bólgu í nóv­em­ber

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 25. nóvember. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,5% í 5%.
Bílar
11. nóvember 2021 - Greiningardeild

Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,0% í október en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,3% í nóvember.

Við teljum að helstu áhrifaþættir á verðbólguþróunina í nóvember verði reiknuð húsaleiga, bensín og dísilolía og í þriðja lagi húsgögn og heimilisbúnaður. Allir þessi liðir munu vega til hækkunar verðlags. Samanlagt teljum við að áhrif þessara liða verði 0,31% en við spáum því að VNV í heild hækki um 0,47%. Þeir liðir sem helst hafa áhrif til lækkunar eru matur og drykkjarvörur (0,04% áhrif) og kaup ökutækja (0,02% áhrif).

Þú gætir einnig haft áhuga á
Strönd
5. júní 2025
Stóraukin útgjöld til hernaðar- og varnarmála um allan heim
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.
2. júní 2025
Mánaðamót 2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Gróðurhús
2. júní 2025
Vikubyrjun 2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Lyftari í vöruhúsi
30. maí 2025
2,6% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi en samdráttur í fyrra
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.
Epli
28. maí 2025
Verðbólga hjaðnar og mælist 3,8%
Verðbólga mældist 3,8% í maí og hjaðnar úr 4,2% frá því í apríl. Verðbólga var örlítið undir okkar spá, einkum vegna þess að flugfargjöld til útlanda lækkuðu nokkuð á milli mánaða. Við eigum von á að verðbólga fari lægst í 3,6% í júlí, en hækki síðan aftur upp í 3,8% í ágúst.
Þjóðvegur
27. maí 2025
Launavísitalan hækkað um 8,2% á einu ári
Á síðustu mánuðum hefur smám saman hægt á hækkunartakti launa eftir ríflegar launahækkanir síðustu ár. Launahækkanir eru þó enn langt umfram verðbólgu og gera má ráð fyrir að kaupmáttur haldi áfram að aukast næstu misseri. Óvissa um launaþróun minnkaði eftir að langtímakjarasamningar náðust á stærstum hluta vinnumarkaðar, en líkt og í kjarasamningum síðustu ára eru hækkanir mismiklar eftir hópum.
26. maí 2025
Vikubyrjun 26. maí 2025
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði vexti um 0,25 prósentur í síðustu viku. HMS birti vísitölu íbúðaverðs, en árshækkun vísitölunnar lækkaði úr 8,0% í 7,6%. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu fyrir maí, en við spáum því að verðbólgan hjaðni úr 4,2% í 3,9%.
Fjölbýlishús
22. maí 2025
Íbúðaverð heldur áfram að hækka þótt hægi á
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,45% á milli mánaða í apríl. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs hefur lækkað síðustu þrjá mánuði og mælist nú 7,6%. Raunverð íbúða er töluvert hærra núna en fyrir ári síðan. Undirrituðum kaupsamningum hefur fækkað á milli ára síðustu þrjá mánuði, eftir að hafa fjölgað sífellt frá september 2023, ef frá er talinn desember síðastliðinn.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. maí 2025
Vikubyrjun 19. maí 2025
Kortavelta Íslendinga jókst verulega í apríl, sérstaklega erlendis þar sem hún var 32,8% meiri en í apríl í fyrra að raunvirði. Íslendingar hafa aldrei farið í jafnmargar utanlandsferðir í einum mánuði og í apríl síðastliðnum. Nýlegar vísbendingar um aukinn eftirspurnarþrýsting draga enn frekar úr líkum á vaxtalækkun á miðvikudaginn, en við spáum því að vöxtum verði haldið óbreyttum fram í ágúst.
Flugvél
16. maí 2025
Íslendingar á faraldsfæti og kortavelta erlendis aldrei meiri
Kortavelta jókst um 9,4% á milli ára í apríl að raunvirði og erlendis jókst hún um 32,8%. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í einum mánuði en í apríl síðastliðnum, samkvæmt gögnum Ferðamálastofu. Nýbirtar kortaveltutölur renna enn frekari stoðum undir spá um að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í næstu viku. Neysla landsmanna hefur haldið dampi þrátt fyrir hátt vaxtastig og við teljum horfur á að einkaneysla aukist smám saman á næstu árum.