Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,0% í október en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,3% í nóvember.
Við teljum að helstu áhrifaþættir á verðbólguþróunina í nóvember verði reiknuð húsaleiga, bensín og dísilolía og í þriðja lagi húsgögn og heimilisbúnaður. Allir þessi liðir munu vega til hækkunar verðlags. Samanlagt teljum við að áhrif þessara liða verði 0,31% en við spáum því að VNV í heild hækki um 0,47%. Þeir liðir sem helst hafa áhrif til lækkunar eru matur og drykkjarvörur (0,04% áhrif) og kaup ökutækja (0,02% áhrif).
Lesa Hagsjána í heild









