Op­in­ber fjár­fest­ing lít­il þessi miss­er­in þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar um ann­að

Opinber fjárfesting saman um 9,3% á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 10,8% á árinu 2019. Þessi niðurstaða skýtur verulega skökku við sé litið til samþykkta um aukin útgjöld til fjárfestinga í bæði fjárlögum og fjáraukalögum og yfirlýsingar ráðamanna allt frá upphafi ársins 2019 um að ríkissjóður myndi nú taka öflugan þátt í fjárfestingum á sama tíma og fjárfesting atvinnuveganna hefði dregist mikið saman.
Kranar á byggingarsvæði
3. mars 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands dróst opinber fjárfesting saman um 9,3% á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 10,8% á árinu 2019. Opinber fjárfesting var einungis 3,5% af vergri landsframleiðslu í fyrra, en hún hefur að meðaltal verið um 3,9% af VLF frá árinu 2001.

Þessi niðurstaða skýtur verulega skökku við sé litið til samþykkta um aukin útgjöld til fjárfestinga í bæði fjárlögum og fjáraukalögum og yfirlýsingar ráðamanna allt frá upphafi ársins 2019 um að ríkissjóður myndi nú taka öflugan þátt í fjárfestingum á sama tíma og fjárfesting atvinnuveganna hefði dregist mikið saman.

Á milli 2001 og 2010 var opinber fjárfesting að jafnaði vel yfir 4% af VLF. Hlutfallið var síðan töluvert lægra fram til 2018 þegar það hækkaði töluvert, m.a. vegna yfirtöku ríkissjóðs á Hvalfjarðargöngunum, en hefur síðan lækkað tvö síðustu ár á sama tíma og einnig hefur dregið úr fjárfestingum í atvinnulífinu.

Opinber fjárfesting hefur nú farið minnkandi miðað við fyrra ár í sex ársfjórðunga samfellt þannig að það er ljóst að áform stjórnvalda um stórfelld fjárfestingarátök hafa ekki gengið eftir.

Í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi eru megin niðurstöðurnar þær að stóraukin fjárfesting í innviðum sé nauðsynleg hér á landi og að einmitt nú séu góðar aðstæður í efnahagslífinu til að auka opinbera fjárfestingu stórlega.

Skýrsluhöfundar leggja til að nýta beri þá óvirku framleiðsluþætti sem þegar eru til staðar og byrja að vinna á mikilli uppsafnaðri viðhaldsþörf sem hefur orðið til á síðustu árum. Þetta er einmitt sami málflutningur og hófst meðal ráðamanna strax í upphafi ársins 2019 þegar bera fór á samdrætti í efnahagslífinu. Viljann hefur ekki vantað, en framkvæmdirnar láta bíða á eftir sér.

Samkvæmt skýrslu SI er uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi umtalsverð. Þörfin er áætluð um 420 ma.kr. eða 14,2% af landsframleiðslu ársins 2020. Þessi upphæð nemur rúmlega fjórfaldri opinberri fjárfestingu ársins 2020.

Umfang opinberrar fjárfestingar síðustu missera hefur augljóslega ekki dregið mikið úr þeirri uppsöfnuðu viðhaldsþörf sem varð til í kjölfar síðustu niðursveiflu. Til þess að ástand innviða geti talist gott verður að setja enn meiri kraft í opinbera fjárfestingu í innviðum. Með fjárfestingu í nauðsynlegum innviðum er augljóslega verið að fjárfesta í hagvexti framtíðarinnar. Af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið lagt fram það mat að þróuð ríki eins og Ísland gætu aukið hagvöxt um 2,7 prósentustig og fjölgað störfum um 1,2% á næstu tveimur árum með því að auka fjárfestingu um 1% af vergri landsframleiðslu. Þörfin fyrir aukna opinbera fjárfestingu er því brýn.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Opinber fjárfesting lítil þessi misserin þrátt fyrir yfirlýsingar um annað

Þú gætir einnig haft áhuga á
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Pund, Dalur og Evra
17. jan. 2025
Krónan styrktist á síðasta ári
Krónan styrktist á móti evru en veiktist aðeins á móti Bandaríkjadal á árinu 2024. Árið var nokkuð rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem velta dróst saman og minna var um flökt.
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur