Ný­skrán­ing­ar og hóf­legri mark­að­ur

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,1% í júní samanborið við 9,9% lækkun í maí þegar öll félög markaðarins lækkuðu í verði. Sjö af tuttugu þeirra félaga sem skráð voru í byrjun mánaðarins hækka í verði, eitt stendur í stað og tólf lækka. Í júní dró til tíðinda þar sem þrjú félög voru skráð í kauphöllina. Ölgerðin og Nova voru bæði skráð á aðallista Kauphallarinnar en í kjölfar skráningar Alvotech í kauphöllina í New York voru bréf félagsins einnig tekin til viðskipta á First North markaðnum á Íslandi.
Kauphöll
6. júlí 2022 - Hagfræðideild

Íslenski markaðurinn lækkaði um 2,1% í júní samkvæmt heildarvísitölu OMX en vísitalan hafði lækkað um tæp 10% í maí. Hlutabréfamarkaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands lækkuðu í júní, nema sá kínverski, en um er að ræða mestu hækkun hlutabréfa þar í tæp tvö ár. Fjárfestar áætla að efnahagsáfall sífelldra lokanna vegna faraldursins sé afstaðið en nýverið var sóttkví ferðamanna til Kína stytt úr tveimur vikum í eina. Auk þess hefur hlutabréfaverð kínverskra tæknifyrirtækja hækkað nokkuð skarpt vegna bjartsýni á að aðgerðum stjórnvalda, til að takmarka vald tæknirisanna, fari að linna.

Lækkunin á íslenska markaðnum var talsvert minni en á öðrum mörkuðum sem lækkuðu meira. Hvað Norðurlöndin varðar lækkaði sænski markaðurinn mest, eða um 11,8%, þar á eftir kemur norski sem lækkar um tæp 9%, sá finnski um 7,5% og danski um 5,2%. Mesta lækkun meðal helstu viðskiptalanda Íslands var í Þýskalandi en markaðurinn þar lækkaði um 14,5% í júní.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Nýskráningar og hóflegri markaður

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur