Neysla nú svip­uð því sem var fyr­ir Covid-far­ald­ur­inn

Neysla Íslendinga var 14% meiri í maí en í fyrra miðað við fast verðlag og gengi og 2% meiri en í maí árið 2019. Það má því segja að neysla sé að verða svipuð því sem var áður en faraldurinn braust út, en neyslan er þó hlutfallslega meiri innanlands þar sem ferðalög eru enn fátíð, þó þeim fari fjölgandi.
Þvottavélar í verslun
21. júní 2021 - Hagfræðideild

Seðlabanki Íslands birti fyrir helgi gögn um veltu innlendra greiðslukorta í maí. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 81 mö.kr. og jókst um 9% milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga erlendis nam 11 mö.kr. og jókst um 66% milli ára miðað við fast gengi. Samanlagt jókst kortavelta um 14% milli ára í maí miðað við fast gengi og fast verðlag sem er svipuð þróun og hefur sést á síðustu mánuðum, þ.e. talsvert mikil aukning þar sem verið er að miða 12 mánaða breytingu við tímabil þar sem fyrsta bylgja faraldursins reið yfir með mikilli óvissu og takmörkum á neyslu og daglegu lífi fólks.

Við sjáum nokkuð áberandi viðsnúning eiga sér stað nú, þar sem samdráttur vormánaða í fyrra verður að nánast jafn miklum vexti. Neyslustigið nú er því nokkuð svipað því sem var áður en faraldurinn braust út. Í maí 2019 nam kortavelta Íslendinga alls 90,5 mö.kr. á verðlagi og gengi maímánaðar í ár, samanborið við 92 ma.kr. nú og mælist því um 2% meiri nú en fyrir tveimur árum.

Munurinn er hins vegar sá að neyslan fer nú í auknum mæli fram innanlands. Fyrir tveimur árum fór um 20% af neyslunni fram erlendis en nú er hlutfallið um 12%. Þó neysla Íslendinga erlendis hafi aukist um 66% milli ára í maí, er hún enn tæplega 40% minni en hún var í maí 2019. Þetta skýrist af því að ferðalög eru enn talsvert undir því sem eðlilegt getur talist í maímánuði.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Neysla nú svipuð því sem var fyrir Covid-faraldurinn

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Spáum varkárni í peningastefnu og óbreyttum vöxtum
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
Þjóðvegur
23. sept. 2024
Vikubyrjun 23. september 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur