Neysla lands­manna inn­an­lands meiri í janú­ar í ár en í fyrra

Neysla Íslendinga jókst um 2,5% innanlands miðað við fast verðlag í janúar og dróst saman um 46% erlendis miðað við fast gengi. Daglegt líf innanlands virðist smám saman vera að komast í eðlilegra horf eftir því sem slakað hefur verið á samkomutakmörkunum og má gera ráð fyrir því að neysla litist af því næstu mánuði.
Litríkir bolir á fataslá
19. febrúar 2021 - Hagfræðideild

Seðlabanki Íslands birti fyrr í vikunni gögn um veltu innlendra greiðslukorta í janúar. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 63 mö.kr. og jókst um 2,5% milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga erlendis nam alls 8,7 mö.kr. og dróst saman um 46% milli ára miðað við fast gengi. Samanlagt dróst kortavelta saman um 8% milli ára í janúar miðað við fast gengi og fast verðlag. Þetta er töluvert meiri samdráttur en mældist í desember þegar neyslan dróst einungis saman um 4% milli ára. Skýrist munurinn á minni aukningu í innlendri neyslu sem jókst um 5% milli ára í desember.

Áfram er staðan slík að samdrátturinn er alfarið vegna minni neyslu erlendis frá og ekki að sjá að samdráttur hafi orðið í neyslu Íslendinga innanlands í þriðju bylgju faraldursins líkt og var í þeirri fyrstu. Við sjáum vísbendingar um meiri hreyfingu á fólki og að lífið sé smám saman að komast í eðlilegra horf eftir því sem smitum fækkar. Gera má ráð fyrir að neysla þróist eftir því.

Útgjaldaliðir á borð við eldsneytiskaup og kaup á veitingaþjónustu dragast minna saman í janúar en á fyrri mánuðum sem er til marks um færri smit og slökun á samkomutakmörkum. Samdráttur mælist einungis 4% milli ára í janúar á veitingastöðum og hefur ekki verið minni síðan í september. Eldsneytiskaup voru óbreytt milli ára í janúar en frá því í ágúst hefur mælst samdráttur.

Athygli vekur að fatakaup jukust nokkuð í janúar milli ára, eða um 24% miðað við fast fataverð, en samkvæmt mælingum Hagstofunnar voru útsölurnar í janúar þær verstu síðan 2002. Landsmenn virðast þó ekki hafa látið það á sig fá og voru duglegir að kaupa sér ný föt. Færri utanlandsferðir gætu skýrt aukin fatakaup hér á landi sem hafa á síðustu mánuðum mælst nokkuð meiri en árið áður.

 Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Neysla landsmanna innanlands meiri í janúar í ár en í fyrra

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur