Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Munu lægri vext­ir leiða til meiri neyslu?

Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Greiðsla
16. desember 2024

Það er því eðlilegt að spyrja hvaða áhrif lækkanirnar hafa á neyslugleði landsmanna. Heimilin eiga nefnilega töluvert af sparnaði sem safnast hefur upp síðustu ár og miðað við það hafa mörg heimili svigrúm til að auka neysluna. Um er að ræða verulegar fjárhæðir. Nú í desember áttu heimilin alls um 1.000 milljarða króna inni á veltureikningum og óbundnum innlánsreikningum.

Hvatinn til sparnaðar eykst þegar vextir hækka, eins og sést m.a. á því að frá því að Seðlabankinn byrjaði að hækka vexti um mitt ár 2021 hefur sparnaður sem er geymdur á svona reikningum aukist um 200 milljarða króna. Þegar vextir lækka minnkar hvatinn til sparnaðar og það verður því forvitnilegt að fylgjast með áhrifum vaxtalækkana. Mun fólk halda áfram að spara eða auka neyslu sína?

Sparnaður sem safnaðist upp í heimsfaraldrinum kynnti undir verðbólguskotið

Þegar heimsfaraldurinn reið yfir jukust innlán, m.a. vegna samkomutakmarkana sem gerðu það að verkum að færri tækifæri voru til neyslu. Eftir faraldurinn jókst neysla töluvert, enda gat fólk gengið á sparnaðinn sem safnast hafði upp, með tilheyrandi þrýstingi á verðbólgu. Einkaneysla jókst um tæp 7% árið 2021 og  rúmlega 8% árið 2022. Verðbólga fór úr því að vera að jafnaði 4,4% árið 2021 upp í 8,3% árið 2022.

Háir vextir hafa ýtt undir sparnað að nýju, en hvað gerist svo?

Allt árið 2023 og það sem af er 2024 hafa innlán aukist verulega. Á sama tíma hægði mjög á vexti einkaneyslu sem jókst einungis um 0,5% í fyrra. Við í Greiningardeild Landsbankans spáum því að vöxturinn verði svipaður í ár. Minni vöxtur einkaneyslu helst í hendur við hjöðnun verðbólgunnar sem við spáum að verði 5,8% að jafnaði í ár og hafi þá hjaðnað úr 8,7% í fyrra. Orsökin fyrir þessari miklu hjöðnun verðbólgu og uppsöfnun innlána er að finna í háum stýrivöxtum, en vextir hækkuðu verulega á árunum 2021-2023. Frá maí 2023 og fram í ágúst 2024 héldust vextir óbreyttir í 9,25%.

Raunvaxtastigið enn hátt

Nú vakna spurningar um hvað verði um þessi innlán þegar vextir lækka. Gera má ráð fyrir að einkaneysla aukist aftur að einhverju leyti með tilheyrandi þrýstingi á verðlag, þróun sem peningastefnunefnd Seðlabankans mun fylgjast grannt með. Aukist einkaneysla of hratt gæti það hægt á vaxtalækkunarferlinu. Það þarf samt að hafa í huga að þó nafnvextir lækki nú, þá er raunvaxtastigið engu að síður nokkuð hátt og gæti hækkað enn frekar næstu mánuði. Aðhaldið er því áfram talsvert og á meðan enn er nokkur hvati til sparnaðar ætti ekki að vera ástæða til þess að hafa miklar áhyggjur af þrýstingi á neyslu.

Tímabært skref

Enn er alls óvíst hversu mikil áhrif þær vaxtalækkanir sem farið hefur verið í munu hafa. Þróun hagtalna frá fyrstu vaxtalækkun benda þó til þess að þetta hafi verið tímabært skref. Verðbólga hefur áfram hjaðnað og gögn yfir kortaveltu benda ekki til verulegrar neysluaukningar. Á þessari stundu er afar erfitt að segja til um hversu hratt vextir muni lækka og ræðst sú ákvörðun m.a. af þeim hagtölum sem munu berast fyrir næstu vaxtaákvörðun, m.a. um kortaveltu og sparnað.

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 11. desember 2024.

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.