Mikil hækkun á hrávöruverði mun skila sér í aukinni verðbólgu í heiminum
Eftir að hafa lækkað lítillega þegar faraldurinn braust út hefur hrávöruverð hækkað stanslaust milli mánaða síðan í apríl á síðasta ári. Verð á hrávöru er nú 37% hærra en það var þegar það var hæst síðustu mánuðina áður en faraldurinn braust út. Síðast þegar verðið hækkaði í einhverri líkingu við þetta var árið 2011. Eftir mikla hækkun síðustu árin fyrir alþjóðlegu fjármálakreppuna lækkaði verðið töluvert árið 2009 en tók síðan að hækka á ný og varð 12 mánaða hækkunin mest í febrúar 2011 þegar hún fór í tæp 38%.
Lesa Hagsjána í heild:
Hagsjá: Mikil hækkun á hrávöruverði mun skila sér í aukinni verðbólgu í heiminum