Mik­ið líf á mark­aði fyr­ir sum­ar­hús

Veruleg aukning hefur orðið á sumarhúsakaupum landsmanna eftir að heimsfaraldurinn braust út. Á fyrsta fjórðungi þessa árs voru 129 kaupsamningar undirritaðir, margfalt fleiri en á sama tíma fyrir ári síðan.
Orlofshús á Íslandi
14. júní 2021 - Hagfræðideild

Mikill áhugi virðist vera á sumarhúsakaupum samkvæmt gögnum Þjóðskrár um mánaðarlegan fjölda kaupsamninga um sumarhús og lóðir undir sumarhús. Skarpur viðsnúningur varð um leið og Covid-faraldurinn braust út þar sem viðskipti fóru úr því að vera um 17 talsins á mánuði á fyrsta fjórðungi síðast árs upp í að jafnaði 52 á mánuði á öðrum ársfjórðungi. Slík aukning hefur ekki mælst á jafn skömmum tíma frá upphafi gagnasöfnunar.

Mesti fjöldi sem hefur mælst í stökum mánuði var í júní í fyrra þegar 73 kaupsamningar voru undirritaðir. Nýjustu gögn eiga við um aprílmánuð í ár en þá voru 62 samningar undirritaðir samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár og virðist áhuginn því enn vera mikill.

Það er greinilegt að færri ferðalög til útlanda og aukinn tími fólks heima við á meðan faraldurinn hefur geisað hefur aukið verulega áhuga fólks á að fjárfesta í sumarhúsi innanlands. Á fyrsta fjórðungi þessa árs hafa samanlagt 129 kaupsamningar verið undirritaðir sem eru 153% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Mikið líf á markaði fyrir sumarhús

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur