Met­sala sum­ar­húsa

Aukningin í sölu sumarhúsa hefur mælst meiri en í sölu íbúða á síðustu árum. Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög vegna faraldursins hafa hvatt til sumarhúsakaupa. Viðbúið er að hægi á eftirspurninni með hækkandi vöxtum.
Orlofshús á Íslandi
7. febrúar 2022 - Hagfræðideild

Metfjöldi kaupsamninga um sumarhús og lóðir voru undirritaðir í fyrra samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Alls voru þeir 603 talsins og hefur fjöldinn nærri því tvöfaldast frá því sem var árið 2019 þegar ríflega 300 kaupsamningar voru undirritaðir. Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög til útlanda síðustu tvö árin hafa eflaust ýtt undir áhuga margra á að fjárfesta í sumarhúsi.

Mikið hefur verið rætt um áhrif lægri vaxta og faraldursins á kauphegðun fólks á íbúðamarkaði, en áhrifin á markað fyrir sumarhús eru ef til vill hlutfallslega sterkari. Aukningin í fjölda seldra sumarhúsa mældist 58% milli áranna 2019 og 2020 og 21% milli 2020 og 2021. Á sama tíma var aukningin í fjöldi seldra íbúða 17% milli áranna 2019 og 2020 og 10% milli 2020 og 2021.

Í fyrra voru um 14.000 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði undirritaðir, sem er vissulega mikið, og mikil aukning frá því sem var fyrir faraldur þegar fjöldinn var á bilinu 10-11.000, en þetta er þó svipaður fjöldi og hefur sést áður. Árið 2007 voru ríflega 13.000 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði undirritaðir en þá voru hins vegar ekki nema 284 sumarhús og lóðir sem seldust sem er tæplega helmingur þess sem seldist í fyrra. Það má því vera að uppsveiflan sem nú ríkir á íbúðamarkaði hafi smitast yfir á markað fyrir sumarhús í meira mæli en gerðist í síðustu uppsveiflu á íbúðamarkaði.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Metsala sumarhúsa

Þú gætir einnig haft áhuga á
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Frosnir ávextir og grænmeti
30. ágúst 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,6% í 7,7%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% milli mánaða í ágúst og við það jókst ársverðbólga úr 7,6% í 7,7%. Við eigum þó enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og gerum nú ráð fyrir að verðbólgan verði komin niður í 6,4% í nóvember. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan í apríl 2021 þar sem húsnæði ber ekki ábyrgð á stærstum hluta verðbólgunnar. Nú bera bæði innfluttar vörur og þjónusta ábyrgð á stærri hluta verðbólgunnar en húsnæði.
Ferðafólk
28. ágúst 2023
Vikubyrjun 28. ágúst 2023
Í síðustu viku hækkaði Peningastefnunefnd vexti um 0,5 prósentustig. Auk þess birti SÍ Peningamál, HMS birti mánaðarskýrslu, Hagstofan birti veltu skv. VSK-skýrslum og vöru- og þjónustujöfnuð, auk þess sem nokkur uppgjör voru birt. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágúst og þjóðhagsreikninga fyrir 2. ársfjórðung.
21. ágúst 2023
Vikubyrjun 21. ágúst 2023
Óleiðréttur launamunur karla og kvenna dróst saman árið 2022 frá fyrra ári úr 10,2% í 9,1%. Við útreikning á óleiðréttum mun er reiknað meðaltímakaup karla og kvenna fyrir októbermánuð hvers árs. Bæði grunnlaun og allar aukagreiðslur, eins og vegna álags eða bónusa, eru teknar með.
Fataverslun
17. ágúst 2023
Spáum 7,5% verðbólgu í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,18% milli mánaða í ágúst og að ársverðbólga lækki úr 7,6% í 7,5%. Útsölulok hafa mest áhrif til hækkunar milli mánaða samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er húsnæðisverð og árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda.
16. ágúst 2023
Spáum 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75% í 9,0%.
Íbúðahús
16. ágúst 2023
Vísitala íbúðaverðs lækkar annan mánuðinn í röð
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8% milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölunnar minnkaði úr 2,7% í 0,8% og hefur ekki mælst jafn lítil síðan í janúar 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 17% færri í júní en í sama mánuði í fyrra.
Flugvöllur, Leifsstöð
14. ágúst 2023
Vikubyrjun 14. ágúst 2023
275 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júlí samkvæmt tölum sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi. Erlendir ferðamenn hafa aðeins einu sinni verið fleiri í júlímánuði, á metferðamannaárinu 2018 þegar þeir voru tæplega 279 þúsund. Brottfarir Íslendinga voru tæplega 71 þúsund talsins í júlí, fleiri en nokkurn tímann í júlímánuði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur