Met­sala sum­ar­húsa

Aukningin í sölu sumarhúsa hefur mælst meiri en í sölu íbúða á síðustu árum. Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög vegna faraldursins hafa hvatt til sumarhúsakaupa. Viðbúið er að hægi á eftirspurninni með hækkandi vöxtum.
Orlofshús á Íslandi
7. febrúar 2022 - Hagfræðideild

Metfjöldi kaupsamninga um sumarhús og lóðir voru undirritaðir í fyrra samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Alls voru þeir 603 talsins og hefur fjöldinn nærri því tvöfaldast frá því sem var árið 2019 þegar ríflega 300 kaupsamningar voru undirritaðir. Lægri vextir, aukinn sparnaður og færri ferðalög til útlanda síðustu tvö árin hafa eflaust ýtt undir áhuga margra á að fjárfesta í sumarhúsi.

Mikið hefur verið rætt um áhrif lægri vaxta og faraldursins á kauphegðun fólks á íbúðamarkaði, en áhrifin á markað fyrir sumarhús eru ef til vill hlutfallslega sterkari. Aukningin í fjölda seldra sumarhúsa mældist 58% milli áranna 2019 og 2020 og 21% milli 2020 og 2021. Á sama tíma var aukningin í fjöldi seldra íbúða 17% milli áranna 2019 og 2020 og 10% milli 2020 og 2021.

Í fyrra voru um 14.000 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði undirritaðir, sem er vissulega mikið, og mikil aukning frá því sem var fyrir faraldur þegar fjöldinn var á bilinu 10-11.000, en þetta er þó svipaður fjöldi og hefur sést áður. Árið 2007 voru ríflega 13.000 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði undirritaðir en þá voru hins vegar ekki nema 284 sumarhús og lóðir sem seldust sem er tæplega helmingur þess sem seldist í fyrra. Það má því vera að uppsveiflan sem nú ríkir á íbúðamarkaði hafi smitast yfir á markað fyrir sumarhús í meira mæli en gerðist í síðustu uppsveiflu á íbúðamarkaði.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Metsala sumarhúsa

Þú gætir einnig haft áhuga á
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. september 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íslenskir peningaseðlar
2. sept. 2024
Vikubyrjun 2. september 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Hús í Reykjavík
26. ágúst 2024
Vikubyrjun 26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur