Met­lækk­un leigu­verðs

Nokkuð hefur borið á lækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið ár. Munurinn milli ára nú, er sá mesti frá upphafi mælinga.
Íbúðir
30. mars 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands lækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,5% milli janúar og febrúar samkvæmt þeim leigusamningum sem þinglýst var í hvorum mánuði fyrir sig. Þetta verður að teljast nokkuð mikil lækkun eða sú mesta sem hefur mælst milli mánaða síðan í maí 2020.

Verðlækkanir hafa verið nokkuð áberandi upp á síðkastið, en frá upphafi árs 2020 hefur leiguverð ýmist lækkað eða hækkað mjög hóflega milli mánaða. Horft til 12 mánaða þróunar, sést að leiguverð hefur nú lækkað um 3,2% sem er mesta lækkun sem hefur sést á slíku tímabili frá upphafi mælinga. Þetta gerist á sama tíma og kaupverð fjölbýlis hefur hækkað.

Það er líklegt að þær lækkanir sem við höfum séð á leigumarkaði nú um nokkurt skeið, eigi sér fleiri en eina skýringu. Vextir á íbúðalánum hafa lækkað sem hefur auðveldað mörgum kaup og ef til vill minnkað eftirspurn eftir leiguhúsnæði. Á sama tíma hefur framboð af leiguhúsnæði aukist, bæði vegna fækkunar ferðamanna og þar með Airbnb íbúða, en einnig vegna þess að áhersla hefur verið mikil hjá stjórnvöldum að auka framboð leiguíbúða til tekjulægri leigjenda.

Það er líklegt að talsverður fjöldi íbúða fari aftur í útleigu til ferðamanna þegar faraldrinum linnir og ferðalög geta hafist af krafti að nýju. Einnig er viðbúið að fólksflutningar verði meiri hingað til lands þegar uppgangur verður meiri í atvinnulífinu og því líklegt að spenna aukist að nýju á leigumarkaði þegar fram líða stundir.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Metlækkun leiguverðs

Þú gætir einnig haft áhuga á
Litríkir bolir á fataslá
13. feb. 2025
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 4,6% í 4,3%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,98% á milli mánaða í febrúar og að verðbólga hjaðni úr 4,6% í 4,3%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í maí.   
Seðlabanki Íslands
10. feb. 2025
Vikubyrjun 10. febrúar 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Bakarí
24. jan. 2025
Stöðugri vinnumarkaður og minna skrið launahækkana
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur