Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Lofts­lags­ráð­stefn­an - blendn­ar hug­mynd­ir um ár­ang­ur

Um þessar mundir sitja leiðtogar heimsins saman í Egyptalandi og ræða saman um loftslagsmál. Á sama tíma í fyrra horfðu allir til Glasgow og COP26 fundarins.
Vindmyllur og raflínur
8. nóvember 2022

Nú er horft til Sharm El-Sheikh í Egyptalandi og COP27 fundarins og næsta ráðstefna verður svo í Kinshasa í Kongó að ári. Fyrsta ráðstefnan af þessu tagi var haldin í Berlín árið 1995. Síðan hefur losun gróðurhúsalofttegunda aukist um 50% á heimsvísu. Á sama tíma hefur losun hér á landi aukist um 20%.

Í nýlegri Hagsjá kom fram að losun innan íslenska hagkerfisins er nú orðin álíka mikil eða meiri en hún var fyrir faraldur. Þá er einungis mæld sú losun sem á sér stað innan landamæra Íslands. Önnur mæliaðferð, svokallað kolefnisspor, mælir þá losun sem kemur til við fram­leiðslu og flutning á allri þeirri vöru og þjón­ustu sem íbúar landsins kaupa eða hafa aðgang að, óháð því hvar í heim­inum sú losun á sér stað. Kolefnissporið inniheldur því alla losun sem teng­ist inn­fluttum vörum, alþjóða­flugi og -­flutn­ing­um, þegar mæl­ingar á stað­bund­inni losun gera það ekki. Mælingar kolefnissporsins sýna því mun meiri losun en innanlandsmælingin.

Neikvæð umræða um árangur

Mat á árangri við minnkun losunar frá því í Glasgow er blendið en þó frekar neikvætt. Almennt er ekki reiknað með að fundurinn í Sharm El-Sheikh skili miklum árangri. Umræðan gengur mikið út á að þjóðirnar sem stóðu að Parísarsamkomulaginu standi sig alls ekki nógu vel til þess að ná þeim markmiðum sem stefnt er að og að það séu nær engir möguleikar á því að hiti á jörðinni hækki ekki meira en um 1,5°C. Því er einnig haldið fram að vegferðin sé mun dýrari en reiknað var með, allt að þrisvar sinnum dýrari, og að kosta þurfi enn meiru til í þriðja heiminum. Umræða er að aukast um að það þurfi að fara að horfa meira á staðreyndir og slælegan árangur og huga í auknum mæli að því að íbúar heimsins aðlagi sig að loftslagsbreytingum í stað þess að horfa bara á.

Er staðan skárri en reikna mátti með?

Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á baráttuna við loftslagsbreytingar í heiminum öllum, en þó mest í Evrópu. Sú staðreynd virðist blasa við að það sé ekki hægt að losna við jarðefnaeldsneyti á stuttum tíma. Nýjar upplýsingar frá Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA) um þróun síðasta árs eru þó jákvæðari en búast hefði mátt við. Samkvæmt nýjum tölum stofnunarinnar mun losun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis einungis aukast um tæplega 1% á þessu ári, sem er mun minni aukning en á síðasta ári. Aukning losunar frá kolanotkun jókst lítillega, en aukið framboð endurnýjanlegrar orku bætti það upp að miklu leyti. Hluti af skýringunni er líka að innrás Rússa í Úkraínu hefur dregið verulega úr væntingum um hagvöxt, einkum í Evrópu, sem aftur dregur úr losun.

Leit að öðrum orkugjöfum

Þá hefur stríðið í Úkraínu knúið margar þjóðir til þess að finna aðra orkugjafa í staðinn fyrir gasið sem Rússar hafa tekið af markaðnum. Þar kemur sú jákvæða þróun inn að orka frá sól og vindi hefur fyllt stóran hluta af því skarði sem skapaðist og því verður aukin kolanotkun vegna þessa tiltölulega lítil og tímabundin. Niðurstaðan er því sú að losun CO2 á þessu ári eykst mun minna en margir óttuðust. Við það bætist að stefnuaðgerðir stjórnvalda í mörgum löndum stuðla að raunverulegum breytingum á orkumörkuðum.

Sólar- og vindorka eru í fararbroddi við aukningu á endurnýjanlegri raforkuframleiðslu. Framleiðsluaukningin í þeim greinum hefur aldrei verið meiri en í ár og mun nema um tveimur þriðju hlutum aukningar hreinnar orkuframleiðslu. Raforkuframleiðsla með vatnsafli hefur sums staðar átt undir högg að sækja í ár vegna mikilla þurrka, t.d. í Noregi. Framleiðsla rafmagns með vatnsafli hefur þrátt fyrir þetta aukist frá fyrra ári og er reiknað með að vatnsaflið standi fyrir um fimmtungi af framleiðsluaukningu endurnýjanlegrar orku í ár.

Evrópa á réttri leið þrátt fyrir allt?

Losun CO2 mun minnka innan ESB í ár, þrátt fyrir aukna losun vegna kola. Reiknað er með að aukning kolanotkunar innan ESB verði tímabundin og á sama tíma muni raforkuframleiðsla með hreinum aðferðum aukast verulega. Viðbót vegna hreinna orkugjafa mun því framleiða mun meiri raforku en nemur aukningu framleiðslu með kolanotkun á árinu 2022.

Olíunotkun er talin aukast meira en notkun annars jarðefnaeldsneytis í ár. Þessi aukning kemur fyrst og fremst til vegna flutningageirans og munu flutningar með flugi skapa um þrjá fjórðu hluta aukningar á losun vegna olíu á þessu ári, aðallega vegna alþjóðlegra farþegaflutninga. Losun frá flugi nú er þó einungis um 80% af því sem hún var fyrir faraldurinn.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
5. ágúst 2025
Vikubyrjun 5. ágúst 2025
Gistinóttum á landinu fjölgaði alls um 8,4% á milli ára í júní. Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt á milli mánaða og Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum.
1. ágúst 2025
Mánaðamót 1. ágúst 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.