Launa­vísi­tal­an hef­ur ekki hækkað meira milli ára síð­an árið 2016

Launavísitalan hækkaði um 8,3% á milli meðaltala áranna 2020 og 2021. Þetta er mun meiri hækkun en á næstu árum þar á undan og hefur vísitalan ekki hækkað meira frá því á árinu 2016, en þá hækkaði vísitalan mest á þessari öld. Meðalhækkun vísitölunnar frá aldamótum er 6,9% milli ára og meðalhækkun frá árinu 2011 er 7,0%. Hækkunin á árinu 2021 er því mikil í sögulegu samhengi.
Byggingakrani
26. janúar 2022 - Hagfræðideild

Launavísitalan var nær óbreytt milli nóvember og desember samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3%, sem er eilítið lægri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði. Launavísitalan hækkaði um 8,3% milli meðaltala áranna 2020 og 2021 og hefur ekki hækkað meira síðan 2016.

Verðbólga í desember mældist 5,1% en árshækkun launavísitölunnar um 7,3%. Kaupmáttur launa jókst því um 2,1% milli desembermánaða 2020 og 2021 þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttaraukning launa er því áfram nokkuð stöðug og nokkuð mikil í sögulegu samhengi. Kaupmáttarvísitalan hefur lækkað eilítið frá því í janúar í fyrra og var kaupmáttur launa í desember 1,6% lægri en í janúar, en þá var kaupmáttur í sögulegu hámarki.

Launavísitalan hækkaði um 8,3% á milli meðaltala áranna 2020 og 2021. Þetta er mun meiri hækkun en á næstu árum þar á undan og hefur vísitalan ekki hækkað meira frá því á árinu 2016, en þá hækkaði vísitalan mest á þessari öld. Meðalhækkun vísitölunnar frá aldamótum er 6,9% og meðalhækkun frá árinu 2011 er 7,0%. Hækkunin á árinu 2021 er því mikil í sögulegu samhengi.

Kaupmáttur launa jókst um 3,7% milli áranna 2020 og 2021 sem er meira en næstu tvö ár þar á undan. Verðbólga var mikil á árinu þannig að tiltölulega miklar launahækkanir skiluðu síðri kaupmætti en ella hefði orðið.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum milli októbermánaða 2020 og 2021 sést að laun á almenna markaðnum hækkuðu áfram mun minna en á þeim opinbera. Launin hækkuðu um 6,5% á almenna markaðnum á þessum tíma og um 10,4% á þeim opinbera, þar af 9,5% hjá ríkinu og 11,7% hjá sveitarfélögunum. Opinberi markaðurinn var því leiðandi í launabreytingum á tímabilinu.

Samkvæmt kjarasamningum gætu laun hækkað á nær öllum vinnumarkaðnum þann 1. maí vegna ákvæða um hagvaxtarauka. Þar er um að ræða viðmiðun launa við aukningu hagvaxtar á mann á árinu 2021, sem byggja á fyrstu niðurstöðum Hagstofu Íslands um þjóðhagsreikninga ársins 2021 sem munu birtast í lok febrúar.

Töluverð umræða var um hagvaxtaraukann á síðasta ári og sýndist sitt hverjum um þessa tengingu við hagvöxt í því sveiflukennda ástandi sem hefur ríkt síðustu misseri. Miðað við þær tölur sem komið hafa fram um hagvöxt á árinu 2021 má fastlega reikna með því að virkja megi ákvæði samninga um hagvaxtarauka sem myndi hækka laun þann 1. maí 2022.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Launavísitalan hefur ekki hækkað meira milli ára síðan árið 2016

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
21. maí 2024
Vikubyrjun 21. maí 2024
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum gefur mynd af því hvar hagkerfið er að vaxa og hvar það er að dragast saman. Samkvæmt nýjustu gögnum mældist veruleg aukning milli ára í fasteignaviðskiptum og í byggingarstarfsemi en samdráttur í framleiðslu málma, bílasölu og í sjávarútvegi á fyrstu mánuðum ársins.
Hús í Reykjavík
16. maí 2024
Spáum óbreyttri verðbólgu í maí
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,38% á milli mánaða í maí og að ársverðbólga haldist óbreytt í 6,0%. Húsnæðiskostnaður og flugfargjöld til útlanda munu hafa mest áhrif á vísitöluna, en í sitthvora áttina. Húsnæði hækkar en flugfargjöld lækka. Við teljum að verðbólga verði nær óbreytt út sumarið.
Kranar á byggingarsvæði
15. maí 2024
Ennþá spenna á vinnumarkaði þótt hægi á efnahagsumsvifum
Vinnumarkaðurinn hefur staðið af sér vaxtahækkanir síðustu ára og þótt eftirspurn eftir starfsfólki hafi minnkað er enn þó nokkur spenna á markaðnum. Nýir kjarasamningar kveða á um hóflegri launahækkanir en þeir síðustu og líklega dregur úr launaskriði eftir því sem þensla í hagkerfinu minnkar.
Peningaseðlar
13. maí 2024
Vikubyrjun 13. maí 2024
Samhliða því sem vextir hafa hækkað hafa innlán heimilanna aukist verulega. Þetta hefur skilað sér í stórauknum vaxtatekjum til heimila sem eru nú orðnar meiri en vaxtagjöld.
Fjölbýlishús
10. maí 2024
Spáum hækkandi íbúðaverði
Íbúðaverð hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Í nýrri hagspá spáum við því að það hækki um 7% á þessu ári og um 8-9% næstu tvö ár. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir því að nýjum fullbúnum íbúðum fækki með hverju árinu og fjöldi þeirra komist ekki nálægt því að mæta íbúðaþörf.
Fólk við Geysi
7. maí 2024
Annað metár í ferðaþjónustu í uppsiglingu?
Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.
6. maí 2024
Vikubyrjun 6. maí 2024
Álit markaðsaðila á taumhaldi peningastefnu hefur breyst verulega á síðustu mánuðum þrátt fyrir að stýrivextir hafa verið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. Skýrist það af að verðbólga hefur hjaðnað og hægst hefur á hagkerfinu.
3. maí 2024
Væntingar og verðbólguhorfur aftra vaxtalækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi teljum við horfur á að verðbólga verði föst í kringum 6% fram yfir sumarmánuðina. Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu.  
2. maí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. maí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Vikubyrjun 29. apríl 2024
Hagvöxtur verður takmarkaður á næstu árum, samkvæmt nýrri hagspá til ársins 2026 sem við gáfum út í morgun. Við spáum 0,9% hagvexti í ár, 2,2% á næsta ári og loks 2,6% árið 2026.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur