Launa­vísi­tal­an hækk­aði um 6,3% milli 2019 og 2020, kaup­mátt­ur jókst um 3,4%

Launavísitalan hækkaði um 0,2% milli nóvember og desember, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2%. Launavísitalan hækkaði um 6,3% milli 2019 og 2020 sem var mun meira en árið áður.
26. janúar 2021 - Hagfræðideild

Í desember 2019 hækkaði launavísitalan um 0,3%, en þá var ársbreytingin 4,5% þannig að launaþróunin er öllu hraðari nú en þá var. Árshraði hækkunar launavísitölunnar jókst nær stöðugt á árinu 2020 og náði hámarki í nóvember þegar hann var 7,3%, eða 0,1% hærri en nú í desember.

Sé litið á samanburð ársmeðaltala launavísitölunnar hækkaði hún um 6,3% milli 2019 og 2020, sem er töluvert meira en var á milli áranna 2018 og 2019, þegar hækkunin nam um 4,9%. Segja má að launahækkunin milli 2018 og 2019 sé nokkuð úr korti miðað við síðustu ár en meðalhækkunin frá árinu 2014 er 7,4% á ári.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 3,6% milli desembermánaða 2019 og 2020. Launavísitalan hækkaði um 7,2% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára er áfram töluverð, eða 3,5%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi, þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitala hefur haldið nokkuð vel síðustu mánuði og var kaupmáttur launa í desember einungis 0,1% minni en í apríl, þegar hann var í sögulegu hámarki.

Sé litið á meðalhækkun kaupmáttar á milli ára jókst hann um 3,4% milli 2019 og 2020. Það var öllu meira en á milli 2018 og 2019, þegar kaupmátturinn jókst um 3,4%. Kaupmáttur hefur aukist á hverju ári undanfarin ár og er meðalhækkunin frá 2014 4,8% á ári. Það má því segja að hækkunin á árinu 2019 hafi verið nokkuð úr korti miðað við hin árin.

Eins og staðan er núna er því miður líklegt að atvinnuleysi verði áfram mun meira en við eigum að venjast á næstu mánuðum. Það er ljóst að árangur næst ekki að neinu ráði í baráttunni við atvinnuleysið fyrr en landið opnast meira.

Ef horft er á launaþróun í fyrri kreppum má sjá að sú jákvæða launaþróun sem við sjáum nú er ekki beint í takt við slakan vinnumarkað. Atvinnuleysið er hins vegar mun meira.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launavísitalan hækkaði um 6,3% milli 2019 og 2020, kaupmáttur jókst um 3,4%

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur