Launa­summa og störf - ferða­þjón­ust­an orð­ið lang­verst úti

Sé litið á þróun launasummunnar innan sex atvinnugreina á milli fyrri árshelminga 2020 og 2021 kemur ekki á óvart að ferðaþjónustan hefur mjög mikla sérstöðu. Launasumman í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkaði um rúm 25% á milli ára. Á hinum endanum eru opinber stjórnsýsla (með fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu) og heild- og smásala með 12% og 11% aukningu launasummu milli ára sé miðað við fyrstu sex mánuðina. Fyrir utan ferðaþjónustuna lækkar launasumman einungis í fjármála- og vátryggingarstarfsemi.
Maður á ísjaka
29. september 2021 - Hagfræðideild

Launasumman, þ.e. staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 6,9% milli ára miðað við fyrri árshelming 2021. Launavísitalan hækkaði um 8,3% á sama tíma þannig að heildarlaunatekjur landsmanna hækkuðu minna en föst mánaðarlaun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% á sama tíma þannig að launasumman hefur hækkað um u.þ.b. 2,5% að raungildi.

Sé litið á þróun launasummunnar innan sex atvinnugreina á milli fyrri árshelminga 2020 og 2021 kemur alls ekki á óvart að ferðaþjónustan hefur mjög mikla sérstöðu. Launasumman í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkaði um rúm 25% á milli ára. Á hinum endanum eru opinber stjórnsýsla (með fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu) og heild- og smásala með 12% og 11% aukningu launasummu milli ára sé miðað við fyrstu sex mánuðina. Fyrir utan ferðaþjónustuna lækkar launasumman einungis í fjármála- og vátryggingarstarfsemi.

Sé litið á þróun launasummunnar yfir lengri tíma á verðlagi hvers árs sést ris og fall ferðaþjónustunnar greinilega. Sé miðað við árið 2015 héldust ferðaþjónustan og byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð í hendur fram til 2018/19. Eftir það dró úr vexti ferðaþjónustunnar á árinu 2019 og svo kom mikið fall bæði 2020 og 2021 sé litið á fyrri árshelming hvers árs. Byggingarstarfsemin jókst hins vegar fram til 2019 og hefur haldið stöðu sinni nokkuð síðan þá. Þetta er mikil breyting frá síðustu kreppu þegar byggingarstarfsemin hrundi nær algerlega.

Opinber stjórnsýsla, byggingarstarfsemi og heild- og smásala skera sig nokkuð úr meðal þessara greina hvað aukningu launasummunnar varðar.

Launafólki sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu sex mánuði 2021 fækkaði um 3,6% frá sama tíma 2020. Hér er sérstaða ferðaþjónustunnar enn meiri en varðandi launagreiðslurnar. Í ferðaþjónustunni fækkaði þeim sem fá staðgreiðsluskyldar greiðslur um tæp 33%, á meðan fækkunin í öðrum greinum er mjög lítil. Af þessum greinum fjölgar launafólki í byggingarstarfsemi, opinberri stjórnsýslu og sjávarútvegi. Fyrir utan byggingastarfsemi og ferðaþjónustu eru breytingarnar litlar.

Horft yfir lengri tíma er þróunin varðandi fjölda starfsfólks svipuð og var með launagreiðslurnar. Ferðaþjónusta og byggingarstarfsemi haldast nokkurn veginn í hendur fram til 2018. Þá skilur á milli og byggingarstarfsemin hefur haldið stöðu sinni síðan og vel það.

Opinbera stjórnsýslan er eina greinin þar sem nokkuð stöðug fjölgun hefur verið á starfsfólki allt tímabilið. Í fjármála- og vátryggingarstarfsemi og í sjávarútvegi hefur hins vegar verið nær stöðug fækkun allt tímabilið.

Sérstaða ferðaþjónustunnar hefur verið mikil hvað launasummu og fjölda starfa varðar og segja má að áhrif kreppunnar á aðrar greinar séu lítil miðað við stöðuna þar. Heild- og smásala hefur siglt nokkuð lygnan sjó, en hagræðing verið mikil í fjármálastarfsemi og sjávarútvegi. Byggingarstarfsemi og opinber stjórnsýsla hafa vaxið mest á tímabilinu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launasumma og störf - ferðaþjónustan orðið langverst úti

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Spáum varkárni í peningastefnu og óbreyttum vöxtum
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
Þjóðvegur
23. sept. 2024
Vikubyrjun 23. september 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur