Íslenska krónan veiktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í september. Í lok mánaðarins stóð evran í 150,9 krónum samanborið við 149,6 í lok ágúst og Bandaríkjadalur stóð í 130,3 samanborið við 126,4 í lok ágúst.
Velta á gjaldeyrismarkaði var 43,6 ma.kr. (289 m.evra) í september og í samanburði við 18,3 ma.kr.(123 m. evra) í ágúst. Hlutdeild SÍ var 4,6 ma.kr. (10% af heildarveltu).
Af 22 viðskiptadögum í september greip SÍ inn í markaðinn fimm daga og seldi evrur í öll skiptin. Alls seldi Seðlabankinn evrur fyrir 4,6 ma.kr. (30 m.evra) í september.