Kröftug verðhækkun á botnfiski á þriðja ársfjórðungi

Verðhækkunin skýrist einungis af hækkun botnfisks en verð á uppsjávarfiski lækkaði. Verð á botnfiski hækkaði um 5,9% milli fjórðunga en verðið á uppsjávarfiski lækkaði um 11%. Þessi verðhækkun á botnfiski var kröftug en svo mikil hækkun hefur ekki mælst síðan á fjórða ársfjórðungi 2007. Verð á botnfiski vantar nú 3,3% upp á að ná sínu fyrra hámarki á fyrsta fjórðungi 2020. Verðlækkunin á uppsjávarfiski var einnig verulega kröftug en svo brött lækkun hefur ekki mælst síðan á fyrsta fjórðungi 2008 en þá var lækkunin einnig 11%. Það eru mun minni verðsveiflur í botnfiskverði en verði uppsjávartegunda.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Kröftug verðhækkun á botnfiski á þriðja ársfjórðungi









