Korta­velta stóð í stað á milli ára í des­em­ber

Kortavelta íslenskra heimila stóð í stað á milli ára í desember að raunvirði. Kortaveltan hefur aukist í útlöndum en dregist saman innanlands. Ef desembermánuður 2022 er borinn saman við desember 2019 ferðuðust Íslendingar álíka mikið til útlanda en eyddu mun meiri pening erlendis nú en þá. Að sama skapi hefur meðalneysla erlendra ferðamanna hér á landi aukist.
Kaffihús
16. janúar 2023

Alls nam greiðslukortavelta heimila 110 mö.kr. í desember 2022 og var sú sama og í desember í fyrra, á föstu verðlagi. Samsetningin breyttist þó milli ára þar sem meira var verslað erlendis og minna innanlands. Á síðustu mánuðum hefur hægt á vexti veltunnar: aukningin nam 25% milli ára í apríl á síðasta ári, 13% í júní, 2% á síðustu tveimur mánuðum og nú stendur hún í stað.

Enn eykst kortavelta í útlöndum

Kortavelta Íslendinga innanlands nam samtals 90 mö.kr. og dróst saman um 3,6% milli ára miðað við fast verðlag. Frá því í byrjun sumars hefur mælst samdráttur á milli ára á neyslu Íslendinga innanlands (ef frá er talinn ágústmánuður) og í staðinn kaupir fólk meira í útlöndum. Kortavelta íslenskra heimila erlendis nam alls 20 mö.kr. í desember og jókst um 21% milli ára miðað við fast gengi. 82% af kortaveltu Íslendinga í desember var á Íslandi og 18% erlendis. Til samanburðar var hlutfallið 15% erlendis og 85% innanlands í desember í fyrra.

Kortavelta Íslendinga erlendis var 31% meiri í desember 2022 en í sama mánuði árið 2019, áður en faraldurinn skall á, á föstu gengi. Brottfarir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli voru 42 þúsund í desember, 3% færri en í desember 2019. Því virðist hver Íslendingur eyða þó nokkuð meiri pening í útlöndum en árið 2019. Svo ber að hafa í huga að hluti af kortaveltu Íslendinga erlendis eru rafræn þjónustukaup, svo sem áskriftir að streymisveitum, sem fer fram þó svo að kaupandi sé ekki staddur erlendis.

Erlendir ferðamenn eyða meiru hér á landi en áður

Um 115 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í desember, 8% færri en í sama mánuði árið 2019, stuttu áður en faraldurinn skall á. Brottfarir í desember voru 16% færri en í sama mánuði á metferðamannaárinu 2018.

Erlendir ferðamenn eyddu 15,8 mö.kr. á Íslandi í desember 2022, 5% meiru en þeir gerðu í desember árið 2019, þótt ferðamenn hafi verið 8% færri en þá. Hér er miðað við fast verðlag hér á landi sem segir okkur hversu miklu ferðamenn eyða í íslenskum krónum, miðað við að íslensku verðlagi sé haldið föstu og endurspeglar því magnið sem fólk kaupir af vörum og þjónustu. Það má einnig skoða þróun í kortaveltu ferðamanna á föstu gengi, þ.e. hversu miklu þeir eyða í sinni eigin mynt. Á þann mælikvarða eyddu þeir 9% meiru nú í desember 2022 en í desember 2019. Ferðamenn virðast því gera betur við sig á Íslandi en árið 2019, rétt eins og Íslendingar í útlöndum.

Neikvæður kortaveltujöfnuður

Kortaveltujöfnuðurinn mældist neikvæður í desember líkt og í október og nóvember, þ.e.a.s. Íslendingar (heimili og fyrirtæki) greiddu meira með greiðslukortum erlendis en ferðamenn gerðu hér á landi. Alls nam úttekt erlendra debet- og kreditkorta hér á landi 15,8 mö.kr. í desember á meðan íslensk kortavelta (heimila og fyrirtækja) erlendis var 23 ma.kr. Hallinn er talsverður, rúmlega 7,2 ma.kr. Alls var 18, 7 ma.kr. halli á greiðslukortajöfnuði á síðustu þremur mánuðum ársins 2022. Þessi halli kemur til viðbótar við 108 ma. kr. halla á vöruviðskiptum (án skipa og flugvéla) á fjórða ársfjórðungi 2022. Það er því ljóst að það var verulegur halli á viðskiptum við útlönd á síðustu mánuðum ársins 2022 og hallinn er að okkar mati helsta ástæðan fyrir veikingu krónunnar undir lok síðasta árs.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Skólavörðustígur í Reykjavík
23. jan. 2023

Vikubyrjun 23. janúar 2023

Frá upphafi árs 2020, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur fasteignaverð hækkað um 50%, mun meira en laun, almennt verðlag og leiguverð.
Fasteignir
18. jan. 2023

Íbúðaverð lækkaði meira en búist var við í desember

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% milli mánaða í desember. Við þetta breytist verðbólguspáin okkar fyrir janúarmánuð örlítið og við gerum nú ráð fyrir 9,3% verðbólgu en ekki 9,4% eins og við spáðum í síðustu viku.
Flugvél
16. jan. 2023

Vikubyrjun 16. janúar 2023

Tæplega 1,7 milljónir erlendra farþega fóru um Leifsstöð í fyrra. Bandaríkjamenn eru langfjölmennasti ferðamannahópurinn á sumrin en Bretar eiga það til að koma frekar utan háannatíma.
Epli
12. jan. 2023

Spáum að verðbólga lækki í 9,4% í janúar

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,31% milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 9,6% í 9,4%. Það hefur ekki orðið veruleg breyting á verðbólguhorfum til næstu mánaða frá því við birtum síðast spá í lok desember. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega á næstu mánuðum og fari niður fyrir 8% í apríl. Við gerum þó ráð fyrir ögn hægari hjöðnun nú, m.a. vegna hærra matvælaverðs.
Ferðamenn
11. jan. 2023

Árið 2022 fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi

Rétt tæplega 1,7 milljónir erlendra ferðamanna lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli árið 2022, sem gerir það fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi. Ferðamenn voru tæplega 115 þúsund í desember, þó nokkuð færri en í sama mánuði árin 2019 og 2018, en hver ferðamaður eyddi að jafnaði meiru en þá miðað við fast gengi.
Seðlabanki Íslands
9. jan. 2023

Af hverju hefur krónan veikst í vetur?

Flestir fóru inn í þennan vetur nokkuð bjartsýnir á styrkingu krónunnar. Krónan veiktist hins vegar nokkuð óvænt í byrjun nóvember og endaði árið í 152 krónum á evru, eftir að hafa verið í kringum 140 um sumarið. Síðan hafa komið fram nokkrar skammtímavísbendingar sem skýra betur hvað gerðist.
Lyftari í vöruhúsi
9. jan. 2023

Vikubyrjun 9. janúar 2023

Verðbólguvæntingar til langs tíma stóðu nokkurn veginn í stað milli þriðja og fjórða ársfjórðungs síðasta árs eftir að hafa hækkað hratt frá miðju ári 2021, þegar verðbólgan komst á flug. Heimilin gera almennt ráð fyrir að meðaltal verðbólgunnar á næstu fimm árum verði 5%.
6. jan. 2023

Mánaðaryfirlit sértryggðra skuldabréfa

Meðfylgjandi er nýjasta mánaðarlega yfirlit Hagfræðideildar um sértryggð skuldabréf.
Íslenskir peningaseðlar
6. jan. 2023

Erfitt ár á hlutabréfamörkuðum að baki

Verð á hlutabréfum lækkaði almennt séð í desember sé litið til helstu markaða viðskiptalanda Íslands. Lækkunin hér á landi var 2,6% sem er svipað og var að meðaltali í viðskiptalöndunum.
Alþingishús
5. jan. 2023

Fjárlög 2023 – er útgjaldaþenslan of mikil?

Fjárlagafrumvarpið fyrir 2023 var samþykkt á Alþingi rétt fyrir jól. Niðurstaða fjárlaga er um 120 ma.kr. halli. Í síðustu fjárlögum, sem voru samþykkt í óvissu faraldursins, var hallinn ráðgerður 186 ma.kr., en eftir því sem leið á árið fóru horfur batnandi og nú er gert ráð fyrir að hallinn á árinu 2022 hafi verið um 142 ma.kr.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur