Samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabanka Íslands var 90 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd í fyrra. Þetta er mun lakari niðurstaða en árið á undan þegar 24 ma.kr. afgangur mældist. Alls var niðurstaðan 114 mö.kr. lakari en 2020.
Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem halli mælist á viðskiptum við útlönd. Alls var því samfelldur afgangur í 8 ár og var heildarafgangurinn á þessu tímabili 960 ma.kr. Ef við horfum fram hjá innlánastofnunum í slitameðferð var síðast halli á viðskiptum við útlönd árið 2011 og er heildarafgangurinn án innlánastofnana í slitameðferð þessi 9 ár 1.040 ma.kr.
Samkvæmt mati Seðlabankans voru erlendar eignir þjóðarbúsins 5.099 ma.kr. í lok árs og erlendar skuldir 3.800 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 1.299 ma.kr. (40% af VLF) og batnaði um 315 ma.kr. (9,7% af VLF) á árinu.
Lesa Hagsjána í heild:
Hagsjá: Halli á viðskiptum við útlönd í fyrsta sinn síðan 2012