Hag­sjá: Við­skipti með fast­eign­ir með líf­leg­asta móti í sum­ar

Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í ágúst voru með líflegasta móti samkvæmt tölum Þjóðskrár. Fjöldi viðskipta í einum mánuði hefur ekki verið meiri síðan í nóvember 2016. Fjöldi viðskipta í ágúst var næstum helmingi meiri en í ágúst í fyrra, 728 nú á móti 499 í fyrra.
7. september 2018

Samantekt

Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í ágúst voru með líflegasta móti samkvæmt tölum Þjóðskrár. Fjöldi viðskipta í einum mánuði hefur ekki verið meiri síðan í nóvember 2016. Fjöldi viðskipta í ágúst var næstum helmingi meiri en í ágúst í fyrra, 728 nú á móti 499 í fyrra. Sé litið á fjölda viðskipta fyrstu átta mánuði ársins í ár voru þau 7% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Í lengra samhengi má sjá að fjöldi viðskipta á höfuðborgarsvæðinu minnkaði milli ára í fyrra í fyrsta skipti síðan 2009. Viðskiptin á öllu árinu 2017 voru álíka mörg og á árinu 2015. Fækkunin hélt áfram fyrstu mánuði ársins 2018 en síðustu mánuðir hafa breytt þeirri mynd töluvert. Meðalfjöldi viðskipta fyrstu átta mánuðina í ár var því orðinn jafn mikill og var að meðaltali á öllu árinu 2017.

Engum dylst að mjög mikið er byggt af íbúðum um þessar mundir þannig að framboð hefur aukist mikið. Samkvæmt tölum Þjóðskrár voru nýjar íbúðir 16,5% af öllum seldum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu sjö mánuðum ársins, en einungis 8,3% á árinu 2017.

Fyrstu sjö mánuði ársins 2017 voru seldar nýbyggðar íbúðir að jafnaði 23% stærri en þær sem eldri voru. Þetta hefur breyst mikið síðan og í ár voru nýju seldu íbúðirnar um 3% stærri en þær eldri. Þær nýju voru að jafnaði 102 m2 og þær eldri 99 m2. Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2017 var meðalstærð nýrra seldra íbúða í fjölbýli rúmir 120 m2.

Munur á meðalverði nýrra og gamalla íbúða pr. fermetra hefur ekki breyst mikið á milli ára. Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2017 var munurinn 15,6% og fór upp í 16,4% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs.

Sé litið á breytingar á verði nýrra og eldri íbúða kemur í ljós að á tímabilinu frá júlí 2017 fram til júlí 2018 hafa nýjar íbúðir hækkað um rúm 4% en eldri íbúðir lækkað um 1%. Það gefur hins vegar ekki alltaf rétta mynd að bera einstaka mánuði saman þar sem sveiflur milli mánaða eru töluverðar.

Sé litið á meðalverð á fyrstu sjö mánuðum áranna 2017 og 2018 sést að nýjar íbúðir hafa hækkað um 5,1% samkvæmt tölum Þjóðskrár og eldri íbúðir um 4,3%. Nýju íbúðirnar hafa því hækkað mun meira en þær eldri.

Framboð nýrra íbúða mun án efa aukast á næstu mánuðum. Þó opinber gögn um væntanlegt framboð nýrra íbúða sé af skornum skammti má glöggt sjá að mikil byggingarstarfsemi er í gangi. Það er athyglisvert að sjá að nýjar íbúðir seldar í ár eru mun minni en var í fyrra. Því lítur út fyrir að íbúðabyggjendur séu farnir að mæta eftirspurn eftir minni íbúðum sem er yfirleitt talin meiri en eftir þeim stærri.

Hvort mikil aukning á framboði nýrra íbúða hafi áhrif til lækkunar á verði þeirra er spurning sem verður spennandi að sjá svör við.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Viðskipti með fasteignir með líflegasta móti í sumar (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur