Samantekt
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,41% milli mánaða í janúar skv. tölum Hagstofunnar og mælist 12 mánaða verðbólga nú 3,4%, samanborið við 3,7% í desember. VNV án húsnæðis lækkaði um 0,94% milli mánaða og á þann mælikvarða mælist 2,7% verðbólga. Lækkunin var ekki fjarri væntingum, en opinberar spár lágu á bilinu -0,2% til -0,5%. Við spáðum -0,5%.
Við búumst við að vísitalan hækki um 0,7% í febrúar, um 0,5% í mars og 0,1% í apríl. Gangi spá okkar eftir verður ársverðbólgan 3,5% í apríl