Hag­sjá: Und­ir­stöð­ur á fast­eigna­mark­aði traust­ari en oft áður

Sé litið á þróun skulda heimilanna eftir skuldsetningarhlutfalli má sjá að staða margra hefur batnað á síðustu árum. Þannig voru um 14% einstaklinga með íbúðaskuldir með skuldsetningarhlutfall undir 50% (heildarskuldir/heildareignir) á árinu 2011. Á árinu 2017 var þetta hlutfall komið upp í 30% og á því ári voru 55% með skuldsetningu undir 70%, en þeir voru 25% á árinu 2011.
7. nóvember 2018

Samantekt

Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 3,4% og verð á sérbýli um 4,4%. Þessi 3,9% árshækkun húsnæðisverðs er lægsti hækkunartaktur frá því vorið 2011. Grundvallarbreyting hefur orðið á þróun íbúðaverðs allt frá því að verðhækkanir nánast stöðvuðust á miðju ári 2017. Framboð nýrra íbúða hefur aukist mikið á þessum tíma, og viðskiptum hefur fjölgað að sama skapi.

Fjöldi viðskipta með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð stöðugur í sumar og mun meiri en á síðasta ári. Meðalfjöldi viðskipta síðustu 9 mánuði fram til september var um 620 viðskipti til samanburðar við u.þ.b. 560 viðskipti á sama tíma á síðasta ári og um 590 á árinu 2016. Viðskiptum hefur því fjölgað í takt við aukið framboð og betra jafnvægi virðist ríkja á markaðnum en oft áður.

Í nýútkominni þjóðhagsspá Hagfræðideildar kemur fram að við reiknum með 4,3% hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli 2017 og 2018. Það er veruleg breyting frá u.þ.b. 19% hækkun árið áður. Við reiknum svo með 4% hækkun á árinu 2019, 6% árið 2020 og 8% árið 2021. Meðalhækkun nafnverðs fasteigna á tímabilinu 2001-2017 var 8,8% þannig að segja má að skoðun okkar sé að hækkun fasteignaverðs nálgist sögulegt meðaltal á spátímabilinu.

Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hafa um 17% viðskipta með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu verið með nýja íbúðir. Segja má að þessi aukna hlutdeild nýrra íbúða haldi fasteignaverðinu uppi þar sem fermetraverð á þeim nýju var rúmlega 16% hærra en á þeim eldri á þessu tímabili.

Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú hærra en nokkru sinni fyrr, og var t.d. 2,1% hærra nú í september en það var í sama mánuði í fyrra. Allt fram á mitt ár 2017 hækkaði húsnæðisverð verulega meira en laun, tekjur og byggingarkostnaður, en meira jafnvægi hefur nú verið á milli þessara stærða í rúmt ár. Þá þróun má að einhverju leyti tengja við aukið framboð íbúða, minni uppkaup leigufélaga á íbúðum og lægra hlutfalls íbúða sem eru í útleigu til ferðamanna. Allt veldur þetta því að þrýstingur á verð upp á við er mun minni en var á árunum 2016-2017.

Hrein eign heimila í íbúðarhúsnæði hefur aukist mikið á síðustu árum. Skuldir heimilanna lækkuðu fram til ársins 2017. Þær hafa aukist nokkuð síðan en aukningin hefur samt verið hófleg miðað við aðrar hagstærðir. Skuldir heimilanna vegna húsnæðis hafa aukist síðustu ársfjórðunga en aðrar skuldir þeirra hafa dregist saman.

Skuldir heimila vegna húsnæðis jukust um 5,8% að raunvirði frá ágúst 2017 fram til sama tíma 2018 og hafa þær aukist um u.þ.b. 200 ma.kr. að raunvirði á u.þ.b. þremur síðustu árum. Eins og áður segir hafa aðrar skuldið heimilanna dregist saman og því hefur skuldaaukning heimilanna þróast með álíka hætti og ráðstöfunartekjur og verg landsframleiðslu á allra síðustu árum.

Sé litið á þróun skulda heimilanna eftir skuldsetningarhlutfalli má sjá að staða margra hefur batnað. Þannig voru um 14% einstaklinga með íbúðaskuldir með skuldsetningarhlutfall undir 50% (heildarskuldir/heildareignir) á árinu 2011. Á árinu 2017 var þetta hlutfall komið upp í 30% og á því ári voru 55% með skuldsetningu undir 70%, en þeir voru 25% á árinu 2011. Hér leggst margt á eitt, s.s. hækkun fasteignaverðs ásamt eftirgjöfum og uppgreiðslum skulda.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Undirstöður á fasteignamarkaði traustari en oft áður (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur