Hagsjá: Þjónustuafgangur á þriðja ársfjórðungi dróst saman um 20 ma.kr.

Samantekt
Þjónustuútflutningur á þriðja fjórðungi ársins nam 222,6 mö. kr. og dróst saman um 26 ma. kr. á milli ára, eða 10,4%. Þjónustuinnflutningur nam hins vegar 121,3 mö.kr. og dróst saman um 3,9 ma. kr. á milli ára, eða 3,1%. Þjónustujöfnuður var því jákvæður um 101,3 ma. kr. sem er um 22,1 ma. kr. eða 17,9% minni afgangur en á sama tíma í fyrra.
Minni afgangur nú skýrist því einungis af miklum samdrætti í þjónustuútflutningi. Þann samdrátt má fyrst og fremst rekja til samdráttar í útflutningi ferðaþjónustu sem nam 24,7 mö. kr., eða 12,7%. Einnig varð töluverður samdráttur í tekjum vegna notkunar á innlendum hugverkum erlendis en hann nam 12 mö. kr., eða 85%. Þessi liður hefur reynst verulega sveiflukenndur á síðustu árum. Þetta er minnsti afgangur af þjónustujöfnuði á þriðja ársfjórðungi síðan árið 2015 þegar hann nam 93,3 mö. kr.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Þjónustuafgangur á þriðja ársfjórðungi dróst saman um 20 ma.kr. (PDF)









