Hag­sjá: Það hæg­ir á hækk­un launa­vísi­töl­unn­ar - kaup­mátt­ur enn nokk­uð stöð­ug­ur

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 0,3% milli júní og júlí. Breytingin á ársgrundvelli var 4,2% sem er minnsta árshækkun frá 2011. Hækkun launavísitölunnar vegna kjarasamninganna frá í vor er töluvert minni en verið hefur vegna samningsbundinna hækkana síðustu ár. Enn sem komið er virðist markmiðið um hækkun lægstu launa hafi tekist og fá merki eru um að almennt launaskrið sé í gangi að nokkru marki.
5. september 2019

Samantekt

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 0,3% milli júní og júlí. Breytingin á ársgrundvelli var 4,2% sem er minnsta árshækkun frá 2011. Hækkun launavísitölunnar vegna kjarasamninganna frá í vor er töluvert minni en verið hefur vegna samningsbundinna hækkana síðustu ár. Enn sem komið er virðist markmiðið um hækkun lægstu launa hafi tekist. Þess eru allavega fá merki að almennt launaskrið sé í gangi að nokkru marki.

Þrátt fyrir að töluvert hafi dregið úr hækkunum launa hefur kaupmáttur launa verið stöðugur undanfarna mánuði, og jókst frekar eftir að samningarnir voru gerðir. Kaupmáttur í júlí var 2,2% meiri en á sama tíma í fyrra. Frá áramótum 2014/2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um rúm 25%, eða u.þ.b. 6% á ári.

Til lengri tíma litið hefur kaupmáttur launa, eins og hann mælist með launavísitölu, aldrei verið meiri. Kaupmáttaraukningin var mikil og stöðug allt frá árinu 2010 fram á árið 2018, en breytingar hafa verið minni síðustu mánuði. Þróunin er þó enn upp á við.

Næstu samningsbundnu launabreytingar á almenna markaðnum verða ekki fyrr en í apríl á næsta ári og því má búast við að kaupmáttur láti eitthvað undan síga fram að því nema launaskrið verði því meira. Þá er þess að vænta að nýir kjarasamningar á opinbera markaðnum verði gerðir á næstu vikum og munu áhrif þeirra lyfta launavísitölunni upp á við.

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á vinnumarkaði á einu ári, frá maí 2018 til maí 2019, má sjá að launahækkanir á almenna markaðnum voru minni en á þeim opinbera þrátt fyrir að áhrifa kjarasamninganna á almenna markaðnum, sem voru gerðir í byrjun apríl, ætti að vera farið að gæta í þessum tölum.

Breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári frá maí 2018 til sama mánaðar 2019 var mest hjá verkafólki, 6,6%. Launavísitalan fyrir heildina hækkaði um 5,1% á þessum tíma og því virðist sem markmið kjarasamninganna um að hækka lægstu launin mest hafi gengið eftir. Laun sérfræðinga og stjórnenda hækkuðu áberandi minnst á þessu tímabili, eða undir 3%, sem er langt fyrir neðan hækkun launavísitölu.

Sé litið til atvinnugreina hækkuðu laun mest í flutningum og geymslustarfsemi milli maí 2018 og 2019, um 6,2%. Sú breyting er vel fyrir ofan hækkun launavísitölunnar. Næstmesta hækkunin var í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Laun í fjármála- og vátryggingarstarfsemi hækkuðu langminnst á þessu tímabili, enda voru kjarasamningar þar gerðir seinna en annars staðar á almenna markaðnum.

Hagstofan hóf birtingu launavísitölu fyrir rekstur gististaða og veitingarekstur í byrjun ársins 2019. Launavísitalan fyrir allan vinnumarkaðinn hækkaði um 2,6% frá desember 2018 fram í maí 2019. Á sama tíma hækkaði launavísitalan fyrir rekstur gististaða og veitingarekstur um 6,1%. Þetta var mesta hækkun vísitölunnar sem mældist á þessum tíma, næst hæsta gildið var fyrir starfsstéttina þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk, sem hækkaði um 5,8%, og verkafólk, sem hækkaði um 5,2%. Þessar miklu launabreytingar í rekstri gististaða og veitingarekstri í kjölfar kjarasamninganna eru vísbending um að meðallaun í greininni séu með allra lægsta móti.

Nú hefur kjarasamningum verið lokað fyrir nær allan almenna markaðinn, en nær allur opinberi markaðurinn er enn með lausa samninga. Svo virðist sem þær áherslur sem settar voru fram með lífskjarasamningnum svokallaða frá 3. apríl hafi náð fótfestu á öllum almenna markaðnum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Það hægir á hækkun launavísitölunnar - kaupmáttur enn nokkuð stöðugur (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
29. nóv. 2024
Merki um minna framboð leiguhúsnæðis 
Skammtímaleiga í gegnum Airbnb hefur stóraukist eftir faraldurinn og framboð á íbúðum til langtímaleigu virðist hafa minnkað á móti. Þessi þróun gæti hafa átt þátt í að þrýsta upp leiguverðinu. Stærstur hluti Airbnb-íbúðanna er leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu.
28. nóv. 2024
Verðbólga yfir væntingum í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 5,1% í 4,8%, eða um 0,3 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hafði mest áhrif til hækkunar vísitölunnar og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til lækkunar.
Hús í Reykjavík
26. nóv. 2024
Rólegri taktur á íbúðamarkaði?
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
Seðlabanki Íslands
25. nóv. 2024
Vikubyrjun 25. nóvember 2024
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur