Samantekt
Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda vöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 6. nóvember. Við teljum að nefndin muni bíða með vaxtalækkun nú en lækka vextina um 0,25 prósentustig í desember.
Seðlabankinn hefur lækkað vextina um 1,25 prósentustig síðan í maí
Vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst í maí með 0,5 prósentustiga lækkun. Þeirri lækkun var síðan fylgt eftir með 0,25 prósentustiga lækkun í júní, ágúst og október. Samhliða vaxtalækkununum hefur verðbólgan hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað í átt að markmiði. Auk þess hafa frekari vísbendingar komið fram um að slaki sé farinn að myndast í hagkerfinu.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Stýrivextir líklega ekki lækkaðir frekar fyrr en í desember (PDF)









