Samantekt
Við spáum því að Peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti um 1 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun þann 20. maí.
Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur þrívegis á þessu ári lækkað stýrivexti og nemur lækkunin samtals 1,25 prósentum. Í febrúar ákvað nefndin að lækka vexti um 0,25 prósentustig. Þegar efnahagsleg áhrif faraldursins fóru að koma betur í ljós voru vextir lækkaðir tvívegis með einnar viku millibili um miðjan marsmánuð, um 0,5 prósentustig í hvort skiptið. Meginvextir bankans í dag eru 1,75% og hafa þeir ekki áður verið lægri.
Verðbólga líklegast yfir markmið vegna gengisveikingar
Krónan hefur veikst töluvert á síðustu mánuðum og teljum við að öll áhrif þess séu ekki að fullu komin fram í verðlagi. Við teljum því að verðbólga muni aukast lítillega á næstu fjórðungum. Samkvæmt nýútkominni hagspá okkar mun verðbólgan fara upp fyrir markmið á þriðja ársfjórðungi og ná hámarki í 3,5% á fjórða fjórðungi ársins. Mikill framleiðsluslaki í hagkerfinu og lítils háttar styrking krónunnar á næsta ári mun leiða til þess að verðbólga lækkar niður í markmið á ný. Spá Hagfræðideildar gerir ráð fyrir að verðbólga komist aftur í markmið á fjórða ársfjórðungi á næsta ári og verði nálægt markmiði allt árið 2022.
Lesa Hagsjána í heild
![Ský](https://images.prismic.io/landsbankinn/a975c174-975b-4bcd-835e-59e91d690a7a_Skyjum-ofar.jpg?fit=max&w=3840&rect=333,0,5333,4000&q=50)
![Fataverslun](https://images.prismic.io/landsbankinn/1da63ef3-f754-4e33-85b0-ae3d774b3971_Fataverslun.jpg?fit=max&w=3840&rect=58,0,1440,1080&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/35de1bcf-c5e3-4cd3-ae60-cf32894ad792_LB_Office_11200+1920px.jpg?fit=max&w=3840&rect=120,0,1707,1280&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/028a0757-28f9-4183-b615-499104716808_Landsbankinn_Irma_Abstrakt_018.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,140,1168,876&q=50)
![Flugvöllur, Leifsstöð](https://images.prismic.io/landsbankinn/b0c57a7a-f73a-448b-8212-7f6ad4d3b4c3_keflavikurflugvollur-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=367,551,1185,889&q=50)
![Símagreiðsla](https://images.prismic.io/landsbankinn/70729767-bf19-4cbd-bf24-fd48e37009c5_Simi-greida-naermynd.jpg?fit=max&w=3840&rect=5,0,1911,1433&q=50)
![Greiðsla](https://images.prismic.io/landsbankinn/c266d4e3-b30b-4c49-a81a-cffe2b7aacd4_LB_Greidslumidlun_detail1675.jpg?fit=max&w=3840&rect=109,0,1748,1311&q=50)
![Flutningaskip við Vestmannaeyjar](https://images.prismic.io/landsbankinn/eb63e91b-2dd7-49e6-b216-7219f2044d85_Flutningaskip-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=211,0,1709,1282&q=50)
![Ferðamenn á jökli](https://images.prismic.io/landsbankinn/c17f4791-eaf2-4efc-94db-20bcd459b773_Ferdamenn-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=107,0,1707,1280&q=50)
![Flugvél](https://images.prismic.io/landsbankinn/e1391961-f110-41dc-ac25-5e13f760329c_Flugvel-loftmynd.jpg?fit=max&w=3840&rect=572,569,809,607&q=50)