Hag­sjá: Spá­um óbreytt­um stýri­vöxt­um

Miklar sveiflur hafa einkennt gengisþróun krónunnar frá formlegu afnámi hafta um miðjan mars síðastliðinn. Ljóst er að það ásamt mikilli veikingu krónunnar frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi hefur gert peningamálastjórn hér á landi að töluvert meiri áskorun en þegar fjármagnshöft voru við lýði.
18. ágúst 2017

Samantekt

Við gerum ráð fyrir að peningastefnunefnd ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum. Ákvörðun nefndarinnar verður tilkynnt miðvikudaginn 23. ágúst. Ákvörðunin verður að þessu sinni byggð á uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá samfara útgáfu nýrra Peningamála.

Peningastefnunefndin fetar nýjar slóðir

Það er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar þann 14. júní síðastliðinn. Það helgast af mjög mikilli veikingu á gengi krónunnar á tímabilinu. Þannig hefur gengisvísitalan hækkað um 12% frá síðasta fundi. Peningastefnunefndin er á alveg nýjum slóðum að þessu leyti enda er þetta mesta lækkun krónu gagnvart evru milli funda peningastefnunefndar frá því hún tók til starfa á vormánuðum 2009. Milli tveggja fyrstu funda nefndarinnar í mars og apríl 2009 hækkaði gengisvísitalan um 11,3%. Þá lækkaði nefndin reyndar vexti milli funda en staðan þá er engan veginn sambærileg við núverandi aðstæður enda voru nafnvextir þá 17%, gjaldeyrishöftum hafði verið komið á og mikill framleiðsluslaki til staðar. Þriðja mesta lækkun gengisins þarna á eftir var milli ágúst- og októberfunda árið 2012 en þá hækkaði gengisvísitalan um 6,5%. Þetta er því mun meiri veiking en nefndin á að venjast og athyglisvert hver framvirk leiðsögn nefndarinnar verður vegna þessa.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur