Samantekt
Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 13. júní n.k. Við teljum mjög ólíklegt að nefndin ákveði lækkun eða hækkun vaxta. Skammt er liðið frá síðustu vaxtaákvörðun og hagtölur sem birst hafa frá síðustu vaxtaákvörðun nefndarinnar 16. maí síðastliðinn eru ólíklegar til að sveigja nefndina til vaxtalækkunar eða vaxtahækkunar. Síðustu fimm ákvarðanir nefndarinnar hafa verið óbreyttir vextir og eru meginvextir Seðlabankans, bundin innlán til 7 daga, nú 4,25%. Í öllum fimm tilfellum voru allir fimm nefndarmenn sammála um að halda vöxtum óbreyttum.