Hag­sjá: Spá­um óbreytt­um stýri­vöxt­um

Eftir nokkuð hraða lækkun stýrivaxta frá miðju árinu 2016 og fram í október á síðasta ári hefur Seðlabankinn haldið vöxtum óbreyttum á síðustu fjórum vaxtaákvörðunarfundum. Við teljum að vöxtum verði einnig haldið óbreyttum í næstu viku.
9. maí 2018

Við teljum mestar líkur á að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt 16. maí. Samfara ákvörðuninni kemur út stór útgáfa Peningamála með nýrri verðbólgu- og þjóðhagsspá. Ný spá þýðir að breytingar geta orðið á því hvernig Seðlabankinn sér næstu misseri fyrir sér og eykur það óvissu um hvað nefndin muni gera. Það er því engan veginn hægt að útiloka hvort sem er vaxtalækkun eða vaxtahækkun. Síðustu fjórar ákvarðanir nefndarinnar hafa verið óbreyttir vextir og eru meginvextir Seðlabankans, bundin innlán til 7 daga, nú 4,25%.

Vöxturinn í hagkerfinu hefur minnkað

Flestir mælikvarðar benda til þess að um þessar mundir sé hagkerfið komið yfir topp uppsveiflunnar og framundan sé hóflegri vöxtur sem samræmist betur framleiðslugetu þjóðarbúsins til lengri tíma. Ferðaþjónustan, sem drifið hefur hagvöxt síðustu ára, mun líkast til vaxa mun hægar á þessu ári og næstu árum en verið hefur undanfarin ár. Skýr merki eru einnig um minni þenslu á vinnumarkaði. Seðlabankinn áætlar að framleiðsluspenna hagkerfisins sé um 1% um þessar mundir og að hún fari minnkandi á næstu misserum. Þetta er umtalsvert minni spenna en þegar hún var mest á árinu 2016 en þá var hún 3,4%. Minnkandi spenna gefur að öðru óbreyttu ástæðu til þess að draga úr aðhaldi peningastefnunnar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Spáum varkárni í peningastefnu og óbreyttum vöxtum
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
Þjóðvegur
23. sept. 2024
Vikubyrjun 23. september 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur