Samantekt
Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 28. maí. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1% hækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólgan úr 3,3% í 3,4%. Spá okkar er 0,1 prósentustigi hærri en bráðabirgðaspá okkar frá því í apríl. Skýrist breytingin af því að bensín hefur hækkað meira milli mánaða en við bjuggumst við og að krónan hefur veikst milli mánaða. Verð á evru hefur hækkað um 2,0% milli mánaða, verð á Bandaríkjadal um 2,6% og Brent hráolía um 1,0%.