Hagsjá: Næstum því metafgangur af viðskiptum við útlönd
Samantekt
Á síðasta ári var 172 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd og jókst afgangurinn um 86 ma. kr. milli ára. Þetta er næstmesti afgangur Íslandssögunnar, en einungis á árinu 2016 mældist meiri afgangur.
2019 var sjötta árið í röð sem afgangur mælist af viðskiptum við útlönd, en seinast mældist halli árið 2012. Alls nam afgangurinn þessi 6 ár 860 mö. kr. Til þess að setja þessa tölu í samhengi má geta þess að heildarútgjöld ríkisins til heilbrigðismála í ár eru áætluð um 250 ma. kr. Afgangurinn þessi sex ár er því rúmlega þrisvar sinnum meiri en útgjöld til heilbrigðismála á ári.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Næstum því metafgangur af viðskiptum við útlönd (PDF)









