Hag­sjá: Minnstu launa­breyt­ing­ar í níu ár - en kaup­mátt­ur enn á upp­leið

Þrátt fyrir mun minni launabreytingar en á síðustu árum er kaupmáttur enn að aukast. Kaupmáttur launa var þannig 3,2% meiri nú í janúar en í janúar í fyrra. Árið í fyrra var níunda árið í röð sem kaupmáttur launa jókst frá fyrra ári. Kaupmáttur dróst saman árin 2008-2010 en hafði aukist á hverju ári í 13 ár þar á undan.
24. febrúar 2020

Samantekt

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 0,7% milli desember og janúar og er það mesta hækkun vísitölunnar frá því í apríl í fyrra þegar lífskjarasamningarnir tóku gildi. Meginástæða hækkunarinnar nú er mat á áhrifum vinnutímastyttingar sem tók gildi m.a. hjá verslunar- og skrifstofufólki og starfsfólki fjármálafyrirtækja í upphafi ársins 2020.

Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,9%, sem er töluvert meiri ársbreyting en verið hefur síðustu mánuði. Árshækkunartaktur launavísitölunnar var rúmlega 4% allan seinni hluta ársins 2019, en var u.þ.b. 6% í upphafi ársins 2019.

Taka ber fram að launavísitalan hefur verið lægri en ella síðustu mánuði þar sem mjög litlar launahækkanir hafa orðið á opinbera markaðnum, en þar hefur gengið illa að ná kjarasamningum.

Þrátt fyrir mun minni launabreytingar en á síðustu árum er kaupmáttur enn að aukast. Kaupmáttur launa var þannig 3,2% meiri nú í janúar en í janúar í fyrra. Árið í fyrra var níunda árið í röð sem kaupmáttur launa jókst frá fyrra ári. Kaupmáttur dróst saman árin 2008-2010 en hafði aukist á hverju ári í 13 ár þar á undan. Ætla má að kaupmáttur haldi áfram að aukast þar sem nær öll samtök á opinberum markaði eiga eftir að ganga frá kjarasamningum. Það er reyndar athyglisverð staða að kaupmáttur sé að aukast þegar hallar undan fæti í efnahagslífinu eins og staðan er um þessar mundir.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum frá nóvember 2018 til sama tíma 2019 sést að launin á almenna markaðnum hækkuðu um 4,8% á þessum tíma á meðan þau hækkuðu um 2,4% á þeim opinbera. Mæld launavísitala hækkaði um 4,2% á sama tíma.

Eins og verið hefur hafa laun tækna og sérmenntaðs fólks annars vegar og þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks hins vegar hækkað mest milli ára, um 6% og 5,5%. Laun sérfræðinga hafa hins vegar hækkað langminnst, um 3,2% og næst minnst hafa laun stjórnenda hækkað, um 3,9%.

Sé litið til atvinnugreina hafa laun í verslun og viðgerðum hækkað mest milli ára, um 5%, og þar á eftir í framleiðslu, um 5,1%. Laun í veitustarfsemi og fjármálaþjónustu hækkuðu minnst á milli nóvember 2018 og 2019.

Síðastliðinn vetur var reiknað með töluverðri kólnun í efnahagslífinu og mikil óvissa ríkti um stöðuna á vinnumarkaðnum og afleiðingar kjarasamninga. Staðan í atvinnumálum á vinnumarkaðnum hefur versnað nokkuð með auknu atvinnuleysi og minni atvinnuþátttöku.

Hvað launahliðina varðar má segja að nokkuð vel hafi spilast úr stöðunni. Kaupmáttur heldur áfram að aukast þar sem verðbólga hefur verið lægri en launahækkanir á tímabilinu. Að því leyti má segja að þau markmið sem sett voru með lífskjarasamningunum hafi gengið nokkuð vel eftir.

Nú eru hins vegar blikur á lofti og tími vinnudeilna og átaka hafinn. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg standa í harðri baráttu og þann 9. mars munu stórir hópar opinberra starfsmanna hefja verkfallsbaráttu ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Ekki verður enn séð hvernig öllum þessum málum verður siglt á lygnari sæ.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Minnstu launabreytingar í níu ár - en kaupmáttur enn á uppleið (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur