Samantekt
Tala erlendra ferðamanna nam rúmum 126 þúsund í maímánuði og dróst fjöldinn saman um nálægt því fjórðung, eða 23,6% miðað við sama mánuð í fyrra. Ekki hefur áður mælst jafn mikil fækkun á 12 mánaða grundvelli og nú í maí. Þessi mikla fækkun kemur í kjölfar 18,5% fækkunar í apríl en frá ársbyrjun hefur erlendum ferðamönnum fækkað um tæplega 89 þúsund miðað við fyrra ár.
Gróft áætlað gæti þetta þýtt um 6 milljörðum króna lægri tekjur í ferðaþjónustunni innanlands miðað við meðaldvalarlengd ferðamanna í fyrra og meðaleyðslu ferðamanna í gistingu, mat og afþreyingu, samkvæmt könnunum.
Mikill samdráttur í komum erlendra ferðamanna í apríl og maí skýrist fyrst og fremst af brotthvarfi WOW air sem fór í þrot í lok mars og naut félagsins því ekki við í apríl og maí.