Samantekt
Þjónustuútflutningur nam 248,5 mö. kr. á þriðja ársfjórðungi og jókst um 23,2 ma. kr., eða 10,3%, á milli ára. Þjónustuinnflutningur nam 127,4 mö. kr. og jókst um 15,4 ma. kr., eða 14%. Afgangur á þjónustujöfnuði nam því 123,7 mö. kr. og jókst um 7,8 ma. kr., eða 6,7%. Þetta er metafgangur á þjónustujöfnuði á þriðja ársfjórðungi en fyrra met var frá árinu 2016 þegar afgangurinn mældist 122,8 ma. kr.
Tekjur af hugverkaréttindum jukust um 13 ma.kr. milli ára
Aukinn útflutning má rekja til ýmissa liða en þar vega mest tekjur vegna gjalda fyrir notkun á hugverkaréttindum. Útflutningur á þeim lið nam 1,1 mö. kr. í fyrra en 14,1 mö. kr. nú og nam aukningin því 13 mö. kr. Tekjur af þessum lið hafa verið töluvert sveiflukenndar á síðustu árum. Í gögnum Hagstofunnar fæst ekki frekara niðurbrot á því um hvaða hugverkaréttindi er að ræða.