Samantekt
Einkaneysla er um helmingur af landsframleiðslunni hér á landi. Þróun hennar hefur því mikil áhrif á hagvöxt. Þannig var framlag aukningar einkaneyslu til hagvaxtar á seinasta ári 2,4% en hagvöxtur var 4,6%. Árið 2017 var framlag einkaneyslu til hagvaxtar 4,0%, en hagvöxtur 4,6%.
Dregur úr krafti aukningarinnar
Ef við skoðum einkaneyslu niður á fjórðunga sést að vendipunkturinn virðist hafa verið á fjórða ársfjórðungi seinasta árs, en á þeim fjórðungi jókst einkaneysla að raunvirði um 3,3% eftir að hafa aukist um meira en 5% samfellt síðan á 3. ársfjórðungi 2015. Kortaveltutölur sem Seðlabankinn birti nýverið benda til þess að áframhald sé á þessari þróun á fyrsta ársfjórðungi 2019. Kortavelta á fyrsta ársfjórðungi jókst að raunvirði um 1,3% milli ára í samanburði við 2,7% á 4. ársfjórðungi og samfellda aukningu um meira en 5% frá 4. ársfjórðungi 2014.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Kortaveltutölur benda til að áfram dragi úr vexti einkaneyslu (PDF)