Samantekt
Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna nam tæpum 230,8 mö.kr. á síðasta ári borið saman við 237,5 ma.kr. árið áður og dróst því saman um 6,7 ma.kr. milli ára, eða 2,8%. Veiking á gengi krónunnar hafði þau áhrif að auka greiðslukortaveltuna mælda í krónum en mælt á föstu gengi dróst veltan saman um 11,2%. Minni velta skýrist fyrst og fremst af fækkun erlendra ferðamanna en þeim fækkaði um 14,2% milli ára.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Kortavelta erlendra ferðamanna dróst lítillega saman á síðasta ári (PDF)