Hag­sjá: Íbúða­verð hækk­aði í fe­brú­ar, en horf­ur næstu mán­aða óljós­ar

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,5% milli mánaða í febrúar. Gögn benda til þess að framboð nýrra íbúða sé talsvert um þessar mundir en útbreiðsla Covid-19 gæti dregið úr viðskiptum á allra næstu mánuðum, þó staðan sé afar óljós.
18. mars 2020

Samantekt

Í febrúar hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,5% milli mánaða. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,5% og verð á sérbýli um 0,7%. Hækkunin er mjög áþekk því sem mældist milli mánaða í janúar.

Vísbendingar eru um að framboð nýrra íbúða sé meira nú en nokkru sinni fyrr. Í fyrra jókst íbúðafjárfesting um 31% milli ára samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands, sem er mun meiri vöxtur en hefur sést á síðustu árum. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár bættust 3.299 nýjar íbúðir við húsnæðisstofn landsins í fyrra sem er einnig mjög mikil aukning, eða sú mesta sem hefur sést á stöku ári síðan 2008 þegar 3.683 íbúðir bættust við húsnæðisstofn landsins.

Þetta er vísbending um það að framboð nýbygginga sé talsvert og raunar ekki verið meira í áraraðir. Í þessu samhengi er þó vert að nefna að nýbyggingar voru einungis 17% af öllum seldum íbúðum í fjölbýli í fyrra á höfuðborgarsvæðinu og var hlutfallið óbreytt frá fyrra ári, þrátt fyrir umtalsverða aukningu í nýjum íbúðum á markaði.

Það er mikilvægt að hafa þó í huga að gögn um framboð íbúðarhúsnæðis virðast vera misvísandi. Samkvæmt upplýsingum um veltu í byggingariðnaði út frá virðisaukaskattsskýrslum má sjá mun hægari vöxt í greininni, sem er á skjön við gögn um íbúðafjárfestingu.

Það er óhætt að segja að mikil óvissa ríkir um stöðu íbúðamarkaðar um þessar mundir. Misvísandi gögn vekja upp spurningar. Mikið virðist vera byggt án þess að sala aukist. Er verulegt magn af nýjum íbúðum að streyma inn á markaðinn sem seljast illa, eða er um tímatöf í gögnum að ræða? Á meðan upplýsingar um framboð íbúðarhúsnæðis eru óljósar verður erfitt að meta stöðuna með óyggjandi hætti.

Það er þó ekki bara framboðið sem er óljóst heldur eftirspurnin einnig, og hefur sú óvissa aukist í kjölfar útbreiðslu COVID-19 faraldursins. Sú staða gæti komið upp að fólk fresti því að fara á opið hús eða skoða eignir innan um margt annað fólk, í ljósi samkomubanns. Þetta gæti haft þær afleiðingar í för með sér að viðskipti með íbúðarhúsnæði verði færri um stundarsakir, en líkt og þróunin á síðasta ári gaf til kynna virtust sveiflur í fjölda íbúðaviðskipta hafa lítil áhrif á verðmyndun, enda eru ekki alltaf augljós tengsl milli verðþróunar á íbúðamarkaði og fjölda viðskipta.

Stærð eða umfang áhrifanna af þeim aðstæðum sem nú eru uppi í þjóðfélaginu eru mjög óljós á þessari stundu, en húsnæðismarkaður gæti orðið fyrir áhrifum líkt og aðrir markaðir.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Íbúðaverð hækkaði í febrúar, en horfur næstu mánaða óljósar (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
2. feb. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. feb. 2024
Spáum óbreyttu vaxtastigi í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Þótt verðbólgan fari hjaðnandi og flestir hagvísar bendi í rétta átt teljum við ólíklegt að nefndin telji tímabært að lækka vexti. Við búumst frekar við að nefndin stígi varlega til jarðar og bíði eftir auknum slaka í þjóðarbúinu, ekki síst vegna óvissu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum í Grindavík.
Paprika
30. jan. 2024
Verðbólgan 6,7% og hjaðnar meira en búist var við
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16% milli mánaða í janúar og við það hjaðnaði ársverðbólga úr 7,7% í 6,7%. Nýir bílar hækkuðu minna í verði en við bjuggumst við og flugfargjöld lækkuðu óvænt. Aðrir liðir voru nokkurn veginn eins og við höfðum spáð. Hagstofan boðar breytta aðferðafræði við mælingu á húsnæðislið sem innleidd verður í vísitöluna á vormánuðum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur