Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Íbúða­verð hækk­aði í fe­brú­ar, en horf­ur næstu mán­aða óljós­ar

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,5% milli mánaða í febrúar. Gögn benda til þess að framboð nýrra íbúða sé talsvert um þessar mundir en útbreiðsla Covid-19 gæti dregið úr viðskiptum á allra næstu mánuðum, þó staðan sé afar óljós.
18. mars 2020

Samantekt

Í febrúar hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,5% milli mánaða. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,5% og verð á sérbýli um 0,7%. Hækkunin er mjög áþekk því sem mældist milli mánaða í janúar.

Vísbendingar eru um að framboð nýrra íbúða sé meira nú en nokkru sinni fyrr. Í fyrra jókst íbúðafjárfesting um 31% milli ára samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands, sem er mun meiri vöxtur en hefur sést á síðustu árum. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár bættust 3.299 nýjar íbúðir við húsnæðisstofn landsins í fyrra sem er einnig mjög mikil aukning, eða sú mesta sem hefur sést á stöku ári síðan 2008 þegar 3.683 íbúðir bættust við húsnæðisstofn landsins.

Þetta er vísbending um það að framboð nýbygginga sé talsvert og raunar ekki verið meira í áraraðir. Í þessu samhengi er þó vert að nefna að nýbyggingar voru einungis 17% af öllum seldum íbúðum í fjölbýli í fyrra á höfuðborgarsvæðinu og var hlutfallið óbreytt frá fyrra ári, þrátt fyrir umtalsverða aukningu í nýjum íbúðum á markaði.

Það er mikilvægt að hafa þó í huga að gögn um framboð íbúðarhúsnæðis virðast vera misvísandi. Samkvæmt upplýsingum um veltu í byggingariðnaði út frá virðisaukaskattsskýrslum má sjá mun hægari vöxt í greininni, sem er á skjön við gögn um íbúðafjárfestingu.

Það er óhætt að segja að mikil óvissa ríkir um stöðu íbúðamarkaðar um þessar mundir. Misvísandi gögn vekja upp spurningar. Mikið virðist vera byggt án þess að sala aukist. Er verulegt magn af nýjum íbúðum að streyma inn á markaðinn sem seljast illa, eða er um tímatöf í gögnum að ræða? Á meðan upplýsingar um framboð íbúðarhúsnæðis eru óljósar verður erfitt að meta stöðuna með óyggjandi hætti.

Það er þó ekki bara framboðið sem er óljóst heldur eftirspurnin einnig, og hefur sú óvissa aukist í kjölfar útbreiðslu COVID-19 faraldursins. Sú staða gæti komið upp að fólk fresti því að fara á opið hús eða skoða eignir innan um margt annað fólk, í ljósi samkomubanns. Þetta gæti haft þær afleiðingar í för með sér að viðskipti með íbúðarhúsnæði verði færri um stundarsakir, en líkt og þróunin á síðasta ári gaf til kynna virtust sveiflur í fjölda íbúðaviðskipta hafa lítil áhrif á verðmyndun, enda eru ekki alltaf augljós tengsl milli verðþróunar á íbúðamarkaði og fjölda viðskipta.

Stærð eða umfang áhrifanna af þeim aðstæðum sem nú eru uppi í þjóðfélaginu eru mjög óljós á þessari stundu, en húsnæðismarkaður gæti orðið fyrir áhrifum líkt og aðrir markaðir.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Íbúðaverð hækkaði í febrúar, en horfur næstu mánaða óljósar (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Ferðafólk
23. júní 2025
Færri ferðamenn en meiri ferðaþjónusta?
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.
Íbúðahús
23. júní 2025
Vikubyrjun 23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.