Samantekt
Hagvöxtur á fjórða ársfjórðungi síðasta árs mældist 5,2% borið saman við sama tímabil árið áður samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þetta var umtalsvert meiri vöxtur en á þriðja fjórðungi þegar hann mældist 2,5% en ívið minni en á fyrsta og öðrum fjórðungi þegar hann mældist á bilinu 5,8-6,5%. Hagvöxtur yfir árið í heild mældist 4,9% og var það meiri vöxtur en árið 2017 þegar hann mældist 4,6% en minni vöxtur en árið 2016 þegar hann mældist 6,6%.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Hagvöxtur í fyrra 4,9% - merki minnkandi umsvifa framundan (PDF)