Hag­sjá: Hag­töl­ur sýna sterk­an vinnu­markað en vænt­ing­ar stjórn­enda nei­kvæð­ar

Hagtölur gefa almennt vísbendingu um sterkan og virkan vinnumarkað. Niðurstöður könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins í lok síðasta árs gáfu hins vegar töluvert aðra mynd. 10% fyrirtækjanna bjóst við fjölgun starfsmanna en 30% þeirra við fækkun á næstu sex mánuðum. Samsvarandi tölur árið áður voru 28% sem reiknuðu með fjölgun og 13% með fækkun.
28. febrúar 2019

Samantekt

Samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar er áætlað að 207.500 manns hafi verið á vinnumarkaði í janúar 2019, sem jafngildir 81,9% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 201.400 starfandi og 6.100 atvinnulausir. Atvinnuleysi var því 2,9% af mannafla, sem var svipað og í október og nóvember, en mun meira en var í desember.

Starfandi fólk var tæplega átta þúsund fleira nú í janúar en í janúar 2018. Sé litið á 12 mánaða hlaupandi meðaltal er enn nokkuð stöðug aukning á starfandi fólki. Á þann mælikvarða voru um 4.300 fleiri starfandi í janúar 2019 en í janúar 2018. Atvinnuþátttaka í janúar var 81,9% en var 81,5% í janúar 2018, þannig að atvinnuþátttaka jókst um 0,4 prósentustig milli ára.

Vikulegar vinnustundir voru að jafnaði 38,2 í janúar og hafði fækkað um 0,2 á einu ári. Sé miðað við 12 mánaða meðaltal var vinnutíminn í janúar 0,1 stund lengri en var í janúar 2018 og hefur hann verið mjög stöðugur á þann mælikvarða allt síðasta ár.

Séu breytingar á fjölda starfandi og vikulegum vinnutíma teknar saman jókst vinnuaflsnotkun nær samfellt á árinu 2018. Aukningin milli ára var mikil frá ágúst til nóvember, nokkuð minni í desember, en jókst svo aftur í janúar 2019. Aukning vinnuaflsnotkunar, eða fjölda unninna vinnustunda, er jafnan talin merki um gott gengi í hagkerfinu. Sé litið á breytinguna milli janúarmánaða 2018 og 2019 jókst vinnuaflsnotkun um 3,5%. Fjöldi starfandi jókst um 4% milli ára, en vinnustundum fækkaði um 0,5%.

Sé litið á 12 mánaða hlaupandi meðaltal hefur atvinnuleysi samkvæmt mælingum Hagstofunnar verið nokkuð stöðugt í næstum tvö ár en fór þó lækkandi seinni hluta ársins 2018. Tölur Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi fóru hins vegar hækkandi seinni hluta ársins 2018. Skráð atvinnuleysi var þannig 3% nú í janúar samanborið við 2,2% í janúar 2018. Almennt er búist við því að atvinnuleysi hafi nú þegar náð lágmarki í hagsveiflunni eftir mikla lækkun fram til ársins 2017.

Tölurnar hér að framan gefa almennt vísbendingu um sterkan og virkan vinnumarkað. Niðurstöður síðustu könnunar Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins í lok síðasta árs gáfu hins vegar til kynna mun lakara mat á aðstæðum í atvinnulífinu en könnunin hefur sýnt allt frá árinu 2014.

31% stjórnenda taldi aðstæður í atvinnulífinu góðar í lok ársins 2018, samanborið við 70% árið áður, og 23% töldu þær slæmar. 10% fyrirtækjanna bjóst við fjölgun starfsmanna en 30% þeirra við fækkun á næstu sex mánuðum. Samsvarandi tölur árið áður voru 28% sem reiknuðu með fjölgun og 13% með fækkun.

Sú bjartsýni sem hefur ríkt í íslensku efnahagslífi síðustu ár virðist því á undanhaldi. Væntingar stjórnenda til aðstæðna í atvinnulífinu eftir sex mánuði voru þannig minni í lok ársins 2018 en frá upphafi mælinga árið 2002. 68% stjórnenda töldu að aðstæður myndu versna samanborið við 24% árið áður.

Það er nokkuð ljóst að mikil óvissa um framgang kjarasamninga hefur haft áhrif á afstöðu og væntingar stjórnenda í könnun Gallup í lok síðasta árs. Sú óvissa hefur síst minnkað og því til viðbótar hafa borist ýmis neikvæð tíðindi fyrir íslenskt atvinnulíf eins og engin loðnuveiði í ár, erfiðleikar á byggingamarkaði og samdráttur í framboði flugferða til og frá landinu. Það er því líklegt að niðurstöður næstu könnunar Gallup um þessi mál verði frekar neikvæðari en jákvæðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hagtölur sýna sterkan vinnumarkað en væntingar stjórnenda neikvæðar (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
21. maí 2024
Vikubyrjun 21. maí 2024
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum gefur mynd af því hvar hagkerfið er að vaxa og hvar það er að dragast saman. Samkvæmt nýjustu gögnum mældist veruleg aukning milli ára í fasteignaviðskiptum og í byggingarstarfsemi en samdráttur í framleiðslu málma, bílasölu og í sjávarútvegi á fyrstu mánuðum ársins.
Hús í Reykjavík
16. maí 2024
Spáum óbreyttri verðbólgu í maí
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,38% á milli mánaða í maí og að ársverðbólga haldist óbreytt í 6,0%. Húsnæðiskostnaður og flugfargjöld til útlanda munu hafa mest áhrif á vísitöluna, en í sitthvora áttina. Húsnæði hækkar en flugfargjöld lækka. Við teljum að verðbólga verði nær óbreytt út sumarið.
Kranar á byggingarsvæði
15. maí 2024
Ennþá spenna á vinnumarkaði þótt hægi á efnahagsumsvifum
Vinnumarkaðurinn hefur staðið af sér vaxtahækkanir síðustu ára og þótt eftirspurn eftir starfsfólki hafi minnkað er enn þó nokkur spenna á markaðnum. Nýir kjarasamningar kveða á um hóflegri launahækkanir en þeir síðustu og líklega dregur úr launaskriði eftir því sem þensla í hagkerfinu minnkar.
Peningaseðlar
13. maí 2024
Vikubyrjun 13. maí 2024
Samhliða því sem vextir hafa hækkað hafa innlán heimilanna aukist verulega. Þetta hefur skilað sér í stórauknum vaxtatekjum til heimila sem eru nú orðnar meiri en vaxtagjöld.
Fjölbýlishús
10. maí 2024
Spáum hækkandi íbúðaverði
Íbúðaverð hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Í nýrri hagspá spáum við því að það hækki um 7% á þessu ári og um 8-9% næstu tvö ár. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir því að nýjum fullbúnum íbúðum fækki með hverju árinu og fjöldi þeirra komist ekki nálægt því að mæta íbúðaþörf.
Fólk við Geysi
7. maí 2024
Annað metár í ferðaþjónustu í uppsiglingu?
Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.
6. maí 2024
Vikubyrjun 6. maí 2024
Álit markaðsaðila á taumhaldi peningastefnu hefur breyst verulega á síðustu mánuðum þrátt fyrir að stýrivextir hafa verið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. Skýrist það af að verðbólga hefur hjaðnað og hægst hefur á hagkerfinu.
3. maí 2024
Væntingar og verðbólguhorfur aftra vaxtalækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi teljum við horfur á að verðbólga verði föst í kringum 6% fram yfir sumarmánuðina. Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu.  
2. maí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. maí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Vikubyrjun 29. apríl 2024
Hagvöxtur verður takmarkaður á næstu árum, samkvæmt nýrri hagspá til ársins 2026 sem við gáfum út í morgun. Við spáum 0,9% hagvexti í ár, 2,2% á næsta ári og loks 2,6% árið 2026.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur