Hag­sjá: Greiðslu­korta­velta jókst und­ir lok árs

Í desember jókst greiðslukortavelta Íslendinga talsvert, eða um 5,7% að raunvirði milli ára. Vöxtur kortaveltu á fjórða ársfjórðungi varð því meiri en á fyrri fjórðungum árs.
15. janúar 2020

Samantekt

Velta innlendra greiðslukorta jókst um 5,7% að raunvirði milli ára í desember. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um 5,1% milli ára miðað við fast verðlag og 8,6% í viðskiptum erlendis miðað við fast gengi. Ekkert lát virðist því hafa verið á verslunargleði landsmanna yfir hátíðirnar, þvert á móti var hún meiri en á fyrra ári.

Líkt og í síðasta mánuði, vekur athygli að kortavelta erlendis jókst á sama tíma og utanlandsferðum fækkaði. Utanlandsferðir Íslendinga voru 12% færri í desember samanborið við desembermánuð árið áður, en þrátt fyrir það jókst kortavelta umtalsvert miðað við fast gengi. Aukningin hefur raunar ekki verið meiri síðan í apríl á þessu ári þegar veltan jókst um 9% milli ára. Í þeim mánuði voru utanlandsferðir landsmanna býsna margar sökum páskaleyfis. Líkleg skýring á aukningunni nú gæti verið aukin verslun landsmanna í gegnum erlendar netverslanir fyrir jólin.

Kortavelta jókst alls að raunvirði um 3,3% milli ára á fjórða ársfjórðungi. Það er talsvert meiri vöxtur en á fyrri fjórðungum ársins þegar vöxtur mældist á bilinu 0,3-1,6% milli ára. Aukin kortavelta á fjórða ársfjórðungi er ef til vill vísbending um kraftmeiri vöxt einkaneyslu á síðari hluta árs. Líkt og við greindum frá í síðasta mánuði jókst einkaneysla nokkuð meira á þriðja ársfjórðungi en á öðrum, og eru gögn um kortaveltu á þeim fjórða vísbending um að einkaneysla gæti hafa aukist enn frekar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Greiðslukortavelta jókst undir lok árs (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur