Hagsjá: Gistinóttum fjölgar utan höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir fækkun ferðamanna
Samantekt
Gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum utan höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 16,2% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en gistinóttum fækkaði hins vegar um 12,1% á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tölur vekja nokkra athygli en fjöldi erlendra ferðamanna dróst saman um 18,5% í apríl. Það er mun meiri fækkun en á tímabilinu janúar-mars en það skýrist af því að apríl var fyrsti mánuðurinn sem WOW air, sem fór í þrot í lok mars síðastliðinn, naut ekki við.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Gistinóttum fjölgar verulega utan höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir fækkun ferðamanna (PDF)