Samantekt
Gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum á þriðja ársfjórðungi fjölgaði um 0,7% borið saman við sama tímabil í fyrra. Þessi fjölgun kemur í kjölfar fækkunar á fyrstu tveimur fjórðungum ársins en gistinóttum fjölgaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs þegar fjölgunin nam 3,7%. Fjölgunin nú á þriðja fjórðungi verður að teljast nokkur gleðitíðindi í ljósi þess að WOW air fór í þrot í lok mars, en félagið flutti mjög stóran hluta erlendra ferðamanna til og frá landinu. Fækkun gistinátta var 3,3% á fyrsta fjórðungi en 1,5% á öðrum fjórðungi.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði á þriðja ársfjórðungi (PDF)