Hagsjá: Gerum ráð fyrir að Seðlabankinn bíði með hækkun vaxta fram í desember
Samantekt
Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda vöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 7. nóvember. Seðlabankinn sendi frá sér tilkynningu á föstudaginn í síðustu viku um töluverða lækkun á bindiskyldu vegna innstreymis erlends gjaldeyris. Þessi ákvörðun bankans hefur þegar haft töluverð áhrif bæði á skuldabréfamarkað og gjaldeyrismarkað. Við opnun markaða í morgun styrktist gengi krónunnar um u.þ.b. 1,5% og ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum lækkaði um allt að 0,2 prósentustig.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Gerum ráð fyrir að Seðlabankinn bíði með hækkun vaxta fram í desember (PDF)