Samantekt
Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum námu um 269 þúsund í maímánuði. Til samanburðar nam fjöldinn um 266 þúsund í sama mánuði fyrir ári síðan. Aukningin nemur 1% milli ára. Til samanburðar dróst fjöldi gistinátta saman í apríl um 6,7% sem var þá mesti samdráttur síðan í desember 2010 eða árið fyrir uppsveifluna í ferðaþjónustu.
Langmesta fjölgunin í maí var á Vesturlandi og Vestfjörðum
Breytingin milli ára í maí var mjög misjöfn eftir landsvæðum. Mesta fjölgunin hlutfallslega séð var á Vesturlandi og Vestfjörðum eða 46% en þar jókst fjöldi gistinátta um tæplega 4.800. Næstmesta fjölgunin var á Suðurnesjum eða 18,3% en þar fjölgaði gistinóttum um tæplega 3.600. Þriðja mesta fjölgunin var síðan á Suðurlandi eða 11,2% en þar fjölgaði gistinóttum um tæplega 5.100. Mesti hlutfallslegi samdrátturinn var á Norðurlandi, 20,7% en þar fækkaði gistinóttum um tæplega 4.700. Einnig mældist fækkun á Austurlandi eða 7,4%. Fækkunin á höfuðborgarsvæðinu var 3,5% eða tæplega 5.600 gistinætur.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna á hótelum eykst um 1% (PDF)









