Samantekt
Fjöldi erlendra ferðamanna sem sóttu landið heim nam rúmlega 2,3 milljónum á síðasta ári. Ferðamönnum fjölgaði um 5,5% milli 2017 og 2018 og er þetta minnsta fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 en þá fækkaði ferðamönnum um 1,1% frá árinu áður. Þessi fjölgun sker sig verulega frá þróun síðustu ára en meðalfjölgun erlendra ferðamanna var 25,2% á árunum 2011-2017. Á þessu tímabili fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim.
Ferðamönnum frá 11 af 17 löndum fækkaði á síðasta ári
Um 17 þjóðir eru flokkaðar og taldar sérstaklega inn í landið. Af þeim fjölda fjölgaði ferðamönnum frá einungis 6 löndum milli ára og fækkun varð hjá 11 löndum, eða 65% þeirra. Þetta er hæsta hlutfall þjóða hvaðan ferðamönnum fækkar síðan árið 2010. Þá fækkaði einnig frá 11 löndum en þá voru 16 þjóðir taldar og flokkaðar sérstaklega inn í landið.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Ferðamönnum frá 11 löndum fækkaði á síðasta ári (PDF)